Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fullt og fjölmiðlaviðtölunum fjölgar, bendum við sérstaklega á þetta viðtal, enda snerti Bjarni þarna á mörgum athyglisverðum málum sem áorkast hafa og lagði fram spennandi framtíðarsýn. Hér má horfa á viðtalið.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var líka í einkar áhugaverðu viðtali í Pólitíkinni hjá Páli Magnússyni, sem óhætt er að mæla með. Þar ræddi hún um kjörtímabilið sem er að líða og helstu stefnumál Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þáttinn má sjá hér.