„Við erum komin yfir erfiðasta tímabilið“
'}}

„Ég tel að aðgerðirn­ar sem að við höf­um kynnt til sög­unn­ar hafi gagn­ast mjög vel. Við höf­um lagað þær að aðstæðum hverju sinni og mér finnst eðli­legt að við höld­um áfram að gera það,” sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í gær í samtali við mbl.is að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Hann segir að þjóðin sé komin yfir erfiðasta tímabilið í efnahagslegum áhrifum faraldursins á ferðaþjónustuna hérlendis.

„Ef aðstæður kalla á að við ger­um breyt­ing­ar á úrræðum sem eru í gildi eða kynna til sög­unn­ar frek­ari aðgerðir þá finnst mér eðli­legt að það sé gert. Hins veg­ar kem­ur þing ekki sam­an að nýju fyrr en eft­ir kosn­ing­ar. Þá er gott að vita til þess að mörg úrræðanna eru með gild­is­tíma út árið,“ seg­ir Bjarni.

Hann segir já­kvætt að ekki hafi þurft að loka neinni starf­semi vegna far­ald­urs­ins hér á landi eins og síðasta vet­ur og að hag­ur sé af því að styðja við rekstr­araðila þegar á reyn­ir.

„Nú er það þannig að aðgerðirn­ar sem við höf­um lög­fest eru al­menn­ar. En það er hins veg­ar rétt að þær hafa um­fram aðrar grein­ar runnið til ferðaþjón­ustu en það er svo sem ekk­ert skrítið þar sem ferðaþjón­ust­an og tengd­ar grein­ar hafa orðið fyr­ir mesta áfall­inu,” segir hann.

„Úrræðin eru til staðar og hafa gild­is­tíma út árið vegna þess að við höf­um talið eðli­legt, að jafn­vel þótt við vær­um far­in að létta á sam­komutak­mörk­un­um og öðrum ráðstöf­un­um og ferðamenn væru farn­ir að koma, að þá væri ekki hægt að úti­loka að það gætu komið upp aðstæður sem kölluðu á frek­ari stuðning. Ég full­yrði það að við erum kom­in yfir erfiðasta tíma­bilið. Við erum kom­in yfir tíma­bilið þar sem það þurfti að loka starf­sem­inni. Það sést t.d. á aðgerðunum sem nú eru í gildi að það er engri starf­semi lokað," segir Bjarni.

Hann segir að stuðningur við rekstraraðila sé ekki tapað fé. „Það er fjár­mun­um sem er ráðstafað með skyn­sam­leg­um hætti því við erum að forða því að það verði í raun og veru meira tjón ann­ars staðar, bæði í formi at­vinnu­leys­is, gjaldþrota, fé­lags­legra verk­efna sem myndu á end­an­um skola á fjör­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir Bjarni.

Viðtalið í heild á mbl.is má finna hér.