Yfirlýsing um traust á íslensku efnahagslífi
'}}

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:  

Þeir voru til sem ólu þá von í brjósti að útboð á hlut rík­is­ins í Íslands­banka mis­tæk­ist. Þær von­ir hafa orðið að engu. Hrak­spár um vonda tíma­setn­ingu rætt­ust ekki. Til­raun­ir til að ala á tor­tryggni og vekja upp efa­semd­ir al­menn­ings runnu út í sand­inn.

Útboð á 35% hlut rík­is­ins, að teknu til­liti til val­rétta, er stærsta frumút­boð hluta­bréfa sem farið hef­ur fram á Íslandi. Um­fram­eft­ir­spurn­in var nær ní­föld eða alls 486 millj­arðar króna, frá ein­stak­ling­um, al­menn­um fjár­fest­um og inn­lend­um og er­lend­um fag­fjár­fest­um. Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og renn­ur í rík­is­sjóð.

Niðurstaða útboðsins staðfest­ir ekki aðeins til­trú fjár­festa á Íslands­banka – hún er ekki síður trausts­yf­ir­lýs­ing er­lendra fjár­festa á ís­lensku efna­hags­lífi. Lítið, opið og dýna­mískt hag­kerfi get­ur verið aðlaðandi fyr­ir fjár­festa. Íslands­banka­út­boðið eyk­ur áhug­ann á Íslandi sem góðum fjár­fest­ing­ar­kosti. (Og kannski ættu þeir stjórn­mála­menn og álits­gjaf­ar sem dug­leg­ast­ir hafa verið að tala niður ís­lensku krón­una, að breyta aðeins um tón).

Heil­brigðari markaður

Ávinn­ing­ur­inn af sölu á bréf­un­um í Íslands­banka er margþætt­ur.

Ríkið los­ar hluta þeirra fjár­muna sem hafa verið bundn­ir í áhætt­u­r­ekstri – fær í þess­um áfanga yfir 55 millj­arða sem hægt er að nýta í önn­ur og mik­il­væg­ari verk­efni í þágu al­menn­ings (ekki síst niður­greiðslu skulda). Það er rétt hjá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, að sal­an er „ábata­söm fyr­ir rík­is­sjóð og kem­ur sér vel í þeirri upp­bygg­ingu sem fram und­an er næstu miss­eri“. Ábat­inn skipt­ir miklu en mik­il­væg­ara er að með söl­unni er tekið „fyrsta skrefið í að minnka áhættu rík­is­ins í banka­rekstri og fær­umst nær heil­brigðara um­hverfi líkt og þekk­ist á Norður­lönd­um og öðrum ná­granna­ríkj­um okk­ar“. Skrán­ing bréf­anna ger­ir eft­ir­leik­inn þægi­leg­an og gagn­sæj­an, jafnt fyr­ir ríkið, aðra hlut­hafa, starfs­menn og al­menn­ing.

Með því að draga ríkið, sem aðalleik­ara, út af sviðinu með skipu­leg­um hætti verður fjár­mála­markaður­inn heil­brigðari. Ýtt er und­ir aukna sam­keppni en ekki síður ný­sköp­un. Heim­il­in og fyr­ir­tæk­in njóta.

Skrán­ing hluta­bréfa Íslands­banka á al­menn­an hluta­bréfa­markað er risa­skref í átt að öfl­ugri og skil­virk­ari hluta­bréfa­markaði. Vel heppnað útboð Icelanda­ir í sept­em­ber sl. og skrán­ing Síld­ar­vinnsl­unn­ar í liðnum mánuði í kaup­höll Nas­daq Ice­land voru mik­il­væg­ir áfang­ar í að styrkja inn­lend­an hluta­bréfa­markað þar sem þúsund­ir ein­stak­linga eru orðnir eig­end­ur hluta­bréfa. Hlut­haf­ar Íslands­banka að loknu útboði eru um 24 þúsund. (Ég er full­viss um að fáir hefðu fagnað meira en Ey­kon – Eyj­ólf­ur Kon­ráðs Jóns­son – yfir því hversu vel tókst til við sölu Íslands­banka­bréf­anna. Hann barðist fyr­ir því að til yrðu öfl­ug al­menn­ings­hluta­fé­lög. Hann kallaði draum­inn „auðræði al­menn­ings“ eða „fjár­stjórn fjöld­ans“. Með því vildi Ey­kon tryggja að „sem mest­ur hluti þjóðarauðsins dreif­ist meðal sem allra flestra borg­ara lands­ins, að auðlegð þjóðfé­lags­ins safn­ist hvorki sam­an á hend­ur fárra ein­stak­linga né held­ur rík­is og op­in­berra aðila“).

Skatta­leg­ir hvat­ar

Ég hef í ár­araðir bar­ist fyr­ir virk­um hluta­bréfa­markaði. Sú bar­átta er óaðskilj­an­leg­ur hluti af hug­mynda­fræði – sum­ir segja draum­sýn – um að samþætta hags­muni launa­fólks og at­vinnu­lífs­ins og tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga – ekki aðeins hinna efna­meiri held­ur alls launa­fólks. (Og ég sæki að hluta í kist­ur Eykons).

Eigna­mynd­un al­menn­ings hvíl­ir á tveim­ur meg­in­stoðum; líf­eyr­is­rétt­ind­um og verðmæti eig­in hús­næðis. Með því að gera launa­fólki kleift að taka með bein­um hætti þátt í at­vinnu­líf­inu er þriðju stoðinni skotið und­ir eigna­mynd­un­ina. Þannig fær­umst við nær því að tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga.

Með þetta mark­mið í huga lagði ég fram frum­varp um sér­stak­an skatta­afslátt vegna hluta­bréfa­kaupa. Skatta­afslátt­ur­inn gef­ur tug­um þúsunda tæki­færi, sem þeir ann­ars hefðu ekki, til þátt­töku í at­vinnu­rekstri. Virk þátt­taka launa­fólks í at­vinnu­líf­inu eyk­ur aðhald að fyr­ir­tækj­um, tvinn­ar sam­an hags­muni sem eyk­ur áhuga og skiln­ing á stöðu hag­kerf­is­ins. Frum­varpið náði ekki fram að ganga en hlýt­ur að verða eitt af for­gangs­verk­efn­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á nýju kjör­tíma­bili.

Mik­il­vægi virks hluta­bréfa­markaðar er seint of­metið. Ein meg­in­for­senda fyr­ir framþróun efna­hags­lífs­ins – og þar með bættra lífs­kjara – á kom­andi árum og ára­tug­um er öfl­ug­ur, virk­ur hluta­bréfa­markaður. Sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins er und­ir því kom­in að aðgengi fyr­ir­tækja, – ekki síst ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja – að áhættu­fjár­magni sé gott, hvort held­ur það er í formi hluta­fjár eða láns­fjár.

Virk­ur hluta­bréfa­markaður er ekki aðeins upp­spretta áhættu­fjár­magns held­ur einnig auk­ins aga og upp­lýs­inga. Aga­vald markaðar­ins þar sem skráð fyr­ir­tæki búa við ríka upp­lýs­inga­skyldu, leiðir til vandaðra stjórn­ar­hátta, gagn­sæ­is, trú­verðug­leika og hag­kvæm­ari rekstr­ar. Skil­virk­ur hluta­bréfa­markaður er því óaðskilj­an­leg­ur frá öfl­ugu efna­hags­lífi og hag­vexti. Ávinn­ing­ur­inn af sölu og skrán­ingu hluta­bréfa Íslands­banka er ekki síst fólg­inn í öfl­ugri og virk­ari hluta­bréfa­markaði sam­hliða trausts­yf­ir­lýs­ingu á framtíð ís­lensks efna­hags­lífs.

Morgunblaðið 23. júní, 2021.