Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur samhljóða þann 12. júní á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar.
Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá heildartillögu að framboðslista. Listinn byggir á þeirri heildartillögu. Í kjörnefnd eiga sæti 21 fulltrúi.
Listinn er svohljóðandi í heild:
- Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri, Hveragerði
- Vilhjálmur Árnason, alþingismaður, Grindavík
- Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Reykjanesbæ
- Björgvin Jóhannesson, fjármálastjóri, Svf. Árborg
- Ingveldur Anna Sigurðardóttir, meistaranemi í lögfræði við HÍ, Eyjafjöllum
- Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum
- Eva Björk Harðardóttir, oddviti, Skaftárhreppi
- Guðbergur Reynisson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ
- Stefanía Anna Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfi, Höfn í Hornafirði
- Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, uppeldisfræðingur, flugfreyja og matarbloggari, Reykjanesbæ
- Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, Suðurnesjabæ
- Arndís Bára Ingimarsdóttir, lögfræðingur, Vestmannaeyjum
- Grétar Ingi Erlendsson, markaðs- og sölustjóri og bæjarfulltrúi í Svf. Ölfusi, Þorlákshöfn
- Birgitta Hrund Ramsay Káradóttir, skjalastjóri og bæjarfulltrúi, Grindavík
- Sveinn Ægir Birgisson, kennaranemi og varabæjarfulltrúi í Svf. Árborg, Selfossi
- Hulda Gústafsdóttir, hestakona og framkvæmdastjóri Hestvits ehf. Rangárþingi ytra
- Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Keflavík
- Jónas Logi Ómarsson, matreiðslumeistari og yfirbryti á Herjólfi, Vestmannaeyjum
- Alda Agnes Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Einhamars Seafood, Grindavík
- Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, Rangárþingi eystra