Skólabókardæmi
'}}

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Foss­vogs­skóli er skóla­bók­ar­dæmi um van­rækslu. Skóla­bók­ar­dæmi um van­rækt viðhald. Van­rækta upp­lýs­inga­gjöf. Og van­rækt­ar viðgerðir. Fram hef­ur komið að búið er að þre­falda fram­lög til viðhalds skóla­bygg­inga frá 2016. Það seg­ir ein­mitt mikla sögu. Það sýn­ir svart á hvítu hvað viðhaldið var van­rækt árum sam­an.

Borg­in ber marg­falda ábyrgð. För­um aðeins yfir það.

Heil­brigðis­eft­ir­litið heyr­ir und­ir borg­ina. Skóla- og frí­stunda­svið heyr­ir und­ir borg­ina. Skóla­hús­næði heyr­ir und­ir borg­ina. Viðhald Foss­vogs­skóla heyr­ir und­ir borg­ina. Heil­brigði barna og kenn­ara heyr­ir und­ir borg­ina. Fram­kvæmd­ir heyra und­ir borg­ar­stjóra sem er fram­kvæmda­stjóri borg­ar­inn­ar sam­kvæmt lög­um. Hann ber ábyrgð á þess­ari van­rækslu sem var ákveðin í fjár­hags­áætl­un­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árum sam­an. Frest­un á viðhaldi er dýr­keypt lán. Senni­lega dýr­ustu lán sem borg­in tek­ur. Og er þó nóg annað tekið að láni.

Hvenær verður Foss­vogs­skóli í lagi?

Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvenær geta nem­end­ur Foss­vogs­skóla stundað nám á ný í hverf­inu sínu? Og hvernig er ákvörðun tek­in um að flytja kennsl­una annað? Börn­in voru flutt í Laug­ar­dals­höll, Korpu­skóla, Foss­vogs­skóla og aft­ur í Korpu­skóla. Fyr­ir­vara­lítið.

Og er Korpu­skóli eina lausn­in fyr­ir börn í Foss­vogi árið 2022 eft­ir þriggja ára umræðu um málið? Liðin eru þrjú ár þar sem for­eldr­ar hafa þurft að berj­ast fyr­ir upp­lýs­ing­um. For­eldr­ar fengu afar litl­ar upp­lýs­ing­ar. Kjörn­ir full­trú­ar litl­ar upp­lýs­ing­ar. Gagn­sæið var lítið. Mygl­an mik­il. Og asbest sem eng­inn vissi um, eða er það asbest sem eng­inn fékk að vita um? For­eldr­ar þurftu að sækja rétt sinn og barna sinna. Knýja á um út­tekt­ir sem borg­in trassaði að gera.

Enn er verið að fegra málið

Nú er talað um að „nú­tíma­væða“ þegar hér þarf ein­fald­lega að tryggja heil­næmt hús­næði eins og börn­in eiga kröfu um.

Það er ekki nú­tíma­væðing að koma í veg fyr­ir leka, raka, myglu og asbest. Það eru ein­fald­lega kröf­ur um heil­næmi. Borg­in sinnti ekki viðhald­inu en tal­ar fjálg­lega um lýðheilsu­stefnu. Annað hús­næði borg­ar­inn­ar hef­ur líka liðið fyr­ir lé­legt viðhald. Leik­skól­ar og frí­stunda­hús­næði. Meira að segja Korpu­skóli sem nú er notaður sem vara­skeifa.

Hús­næði í Gufu­nesi reynd­ist asbest­mengað. Fé­lags­bú­staðir búa við of lítið viðhald. Og er ein­hver bú­inn að gleyma höfuðstöðvum Orku­veitu Reykja­vík­ur? Bár­an er ekki stök. Hún er það sjaldn­ast.

Millj­örðum sóað, en viðhaldið sparað

Á sama tíma og millj­arðar hafa farið í miðlæga stjórn­sýslu var viðhaldi frestað. Vilj­andi. Borg­in hef­ur hand­valið eig­in fé­lög í viðskipt­um og þver­neitað að bjóða út þjón­ustu fyr­ir millj­arða króna þvert á lög. Fjór­ir nýir úr­sk­urðir hafa fallið um lög­brot borg­ar­inn­ar í inn­kaup­um. Sam­tök iðnaðar­ins kærðu ólög­mæt margra millj­arða LED-kaup borg­ar­inn­ar af ON, dótt­ur­fé­lagi Orku­veit­unn­ar, sem gerð voru án útboðs. Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins vildu bjóða út raf­orku­kaup borg­ar­inn­ar en því var hafnað. Nú ligg­ur fyr­ir úr­sk­urður um að þessi kaup voru ólög­mæt. Sama er að segja um ólög­leg útboð vegna ljós­a­stýr­ing­ar (sem klár­lega er í lamasessi). Þessi inn­kaup hafa kostað borg­ina gríðarlegt tjón þar sem keypt er á of háu verði. Hvernig get­ur borg­in rétt­lætt það að van­rækja viðhald á skóla­hús­næði á sama tíma og sóun viðgengst gegnd­ar­laust? Svo ekki sé meira sagt þegar sóun­in er að hluta ólög­leg þjón­ustu­kaup, en allt að 25% verðmun­ur er á raf­orku, svo dæmi séu tek­in. Bragg­inn er víða þegar vel er að gáð.

Hvar er af­sök­un­ar­beiðnin?

Borg­in skuld­ar mikið. Hún skuld­ar börn­um betra hús­næði. Og hún skuld­ar öll­um sem málið varðar skýr­ing­ar. Og hún skuld­ar ein­læga af­sök­un­ar­beiðni. Og hvar er borg­ar­stjóri?

Hann er ekki á mæl­enda­skrá þegar vanda­mál­in eru rædd í borg­ar­stjórn. Fjall­ar um lýðheilsu­stefnu í löngu máli. En ekk­ert heyr­ist í hon­um þegar mál eru erfið. Það væri við hæfi að af­sök­un­ar­beiðni kæmi frá borg­ar­stjóra á hvernig komið er fyr­ir Foss­vogs­skóla. Biðja for­eldra, kenn­ara og nem­end­ur af­sök­un­ar. Það væri góð byrj­un, nú þegar mál Foss­vogs­skóla eru kom­in á byrj­un­ar­reit.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2021.