Ályktun frá Verði til borgarstjórnar
'}}

Vörður mótmælir harðlega þeim áformum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar.  Það mun að öllu óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi borgarinnar, sem verður til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda.

Þessar breytingar eru gerðar í því yfirskyni, að lækka eigi umferðahraða til að  draga úr svifriksmengun.  Þrif á götum borgarinnar hafa ekki verið nægileg og það þarf að þrífa götur Reykjavíkur oftar en 1-2 sinnum á ári.   Það væri nær að leggja frekari áherslu á þrif á stofnbrautum.  Auk þess mun enn betri snjómokstur frekar draga úr notkun nagladekka.

 Reynslan hefur sýnt, að þegar þrengt er að umferð á tengibrautum og stofnleiðum, leitar umferð frekar inn í íbúðahverfin.  Skýrt dæmi um þetta er frá árinu 2014, þegar borgaryfirvöld þrengdu að umferð á Hofsvallagötu.  Þetta varð til þess, að ökutækjum fjölgaði um 1.000 á sólarhring í nærliggjandi íbúðargötum og er það samkvæmt  talningu borgaryfirvalda sjálfra.

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík skorar  á borgaryfirvöld að bakka frá þessum áformum sínum og leita annra leiða til minnka svifmengun í borginni.