„Allt þetta gátum við gert því við höfðum sýnt fyrirhyggju“
'}}

„Þetta skilaði sér í því að staða heimilanna í fyrra varð miklu betri. Við sjáum til dæmis að gjaldþrot voru mjög fátíð í fyrra miðað við umfang þessarar kreppu,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin og fjármála- og efnahagsráðherra í myndbandi sem deilt var á facebook í dag.

Þar ræða hann ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanni og Birgi Ármannssyni, formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðir og úrræði stjórnvalda vegna COVID-19.

„Við sögðumst ætla að standa með fólki og fyrirtækjum af því það var það rétta að gera,“ segir Þórdís Kolbrún í myndbandinu.

Bjarni segir að þrátt fyrir ástandið hefðum við sótt fram. Sett fjármagn í nýsköpun, þróun og rannsóknir og eflt samkeppnissjóði. Farið hafi verið í fjárfestingaátak. „Allt þetta gátum við gert því við höfðum sýnt fyrirhyggju,“ segir hann.

„Við höfðum notað síðustu ár til að greiða niður skuldir í stórum stíl og það gerði það að verkum að ríkið gat komið inn í aðgerðir af meiri krafti en ef ríkissjóður hefði verið skuldsettur upp í rjáfur,“ sagði Birgir Ármannsson.

Minni halli en spáð var

„Þetta skilaði sér í því að staða heimilanna í fyrra varð miklu betri. Við sjáum til dæmis að gjaldþrot voru mjög fátíð í fyrra miðað við umfang þessarar kreppu,“ sagði Bjarni.

Þórdís benti á að dýfan hafi í raun ekki verið eins mikil og óttast hafi verið.

„Hallinn í fyrra er minni en spáð var. Við sjáum meiri viðspyrnu í hagkerfinu. Landsframleiðslan er meiri. Það eru meiri umsvif. Neyslan í fyrra var á hærra stigi en við gerðum ráð fyrir,“ segir Bjarni.

Það sýni að heimilin hafi verið i sterkari stöðu en flestir hafi spáð fyrir um.

„Við verðum að hafa getu bæði til að fara í gegnum þennan tíma en líka til að sjá aðeins lengra til framtíðar. Sjá það að þetta er tímabundið ástand. Við erum í lokakaflanum og það fer að birta til og ég er algerlega sannfærður um að fyrirtækin munu taka hratt við sér og við Íslendingar munum njóta góðs af þeirri kynningu sem þetta óvænta eldgos færði okkur,“ segir Bjarni í myndbandinu – sem finna má hér.