Tækifærin maður
'}}

Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður:

Við erum í dauðafæri með að ná okk­ur hratt og ör­ugg­lega upp úr þeim áföll­um sem á okk­ur hafa dunið og við verðum að nýta þau. Okk­ur hef­ur gengið bet­ur en flest­um þjóðum að eiga við óvær­una sem dunið hef­ur á heim­in­um. Efna­hags­leg áhrif eru mik­il og at­vinnu­leysi er öm­ur­leg af­leiðing. Við verðum að beita öll­um vopn­um okk­ar til að end­ur­heimta efna­hags­leg­an styrk, treysta stöðug­leika og skapa ný tæki­færi til verðmæta- og at­vinnu­sköp­un­ar.

Ferðaþjón­ust­an mun taka við sér og fara að skila sínu en reynsl­an seg­ir okk­ur að við verðum að fjölga eggj­un­um í körf­unni. Heil­mik­il gróska á sér stað í ný­sköp­un á fjöl­breytt­um sviðum s.s. líf­tækni, hug­verkaiðnaði, kvik­mynda­gerð og fleira má nefna. Þau skref sem stig­in hafa verið af stjórn­völd­um til efl­ing­ar ný­sköp­un eru góð. En bestu tæki­fær­in liggja í þeim grein­um þar sem mennt­un, þekk­ing og reynsla okk­ar fólks er til staðar. Má þar nefna fisk­eldi sem í senn hef­ur gríðarleg byggðarleg áhrif og efna­hags­leg fyr­ir sam­fé­lagið allt. Við stefn­um að því að verða fremst meðal þjóða í að draga úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og höf­um þar alla mögu­leika. Við eig­um líka mik­il tæki­færi í fram­leiðslu á eldsneyti svo sem vetni sem mun leika lyk­il­hlut­verk í orku­skipt­um. Orku­fyr­ir­tæk­in eru þegar far­in að skoða þessi tæki­færi. Á næsta ári verður lagður nýr fjar­skipt­a­streng­ur til Evr­ópu, með hon­um tryggj­um við aukið ör­yggi í gagna­flutn­ing­um. Við þær breyt­ing­ar verður Ísland enn ákjós­an­legri staðsetn­ing fyr­ir gagna­ver sem geta skapað mik­il verðmæti. Auk­in mat­væla­fram­leiðsla í hefðbundn­um grein­um og þó al­veg sér­stak­lega í yl­rækt á að mínu mati mikla framtíð fyr­ir sér víða um land. Þá má nefna viðræður Lands­virkj­un­ar við aðila sem hafa áhuga á fram­leiðslu raf­geyma fyr­ir far­ar­tæki sem sagt er að muni skapa gríðarleg tæki­færi.

Þessi stutta upp­taln­ing seg­ir okk­ur að við erum í kjöraðstöðu til að vinna hratt og vel á því at­vinnu­leysi sem hrjá­ir okk­ur um stund. Auk þess sem við mun­um skjóta nýj­um sterk­um stoðum und­ir það vel­ferðarsam­fé­lag sem við byggj­um.

„Við vilj­um græna at­vinnu­bylt­ingu byggða á ný­sköp­un, rann­sókn­um og þróun“. Þetta eru að mínu mati of­notuðustu fras­ar í póli­tískri umræðu um þessi mál. Þetta seg­ir ekki nema hálfa sög­una. Þau tæki­færi sem ég hef farið hér yfir eiga það sam­merkt að þurfa mikla orku, græna orku, til að geta orðið að veru­leika. Það þarf að svara því hvaðan sú orka á að koma. Frum­varp um­hverf­is­ráðherra um há­lend­isþjóðgarð ger­ir það ekki. Sú stefna sem þar birt­ist er reynd­ar til þess fall­in að tæki­fær­um til að spila í efstu deild er fórnað.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. apríl 2021.