Vegið að velferð
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Nú er út­lit fyr­ir að halli rík­is­sjóðs á síðasta ári hafi verið 200 millj­arðar eða 6,6% af vergri lands­fram­leiðslu. Á þessu ári er út­lit fyr­ir miklu meiri halla eða 10,2%. Það er mun verri af­koma en 2009, fyrsta árið eft­ir banka­hrunið, og þótti þó flest­um nóg um.

Þessi al­var­lega staða ógn­ar vel­ferð lands­manna. En hún kem­ur mis­jafn­lega harka­lega niður á fólki til skemmri tíma. Einna verst bitn­ar hún á þeim ríf­lega 20 þúsund ein­stak­ling­um sem eru at­vinnu­laus­ir. Fjöldi þeirra sem hef­ur verið án at­vinnu í meira en 12 mánuði hef­ur meira en tvö­fald­ast á einu ári og þeir eru nú upp und­ir fimm þúsund. Heild­ar­at­vinnu­leysi er farið að nálg­ast 13% og er meira en það varð mest í kjöl­far banka­hruns­ins.

Blik­ur á lofti

Ástæðan fyr­ir þess­ari slæmu stöðu er í stór­um drátt­um bara ein: Nær al­gjör sam­drátt­ur í ferðaþjón­ustu. At­vinnu­veg­in­um sem stóð und­ir um 40% af út­flutn­ings­tekj­um Íslands á liðnum árum.Til lengri tíma veg­ur þessi staða að grunni vel­ferðar okk­ar allra, með ein­um eða öðrum hætti. Lyk­il­spurn­ing í því sam­bandi er: Hversu lang­ur tími er „til lengri tíma“?

Við get­um náð kröft­ugri viðspyrnu og rétt hratt úr kútn­um. En al­gjör for­senda þess er að ferðaþjón­ust­an nái sér aft­ur á strik. Áætlan­ir um af­komu rík­is­sjóðs á þessu ári (10,2% halla­rekst­ur) miðast við spá Hag­stof­unn­ar um að hingað komi yfir 700 þúsund er­lend­ir ferðamenn í ár. Blik­ur eru á lofti hvað það varðar eins og all­ir þekkja. Það er al­var­legt og ber að taka al­var­lega. Bólu­setn­ing­ar, bæði hér á landi og er­lend­is, munu ráða mestu um fram­vind­una.

Ferðavilj­inn er­lend­is

Ef for­send­ur skap­ast til að létta á hörðum tak­mörk­un­um við landa­mær­in er hins veg­ar ástæða til bjart­sýni. Það sýn­ir m.a. ný könn­un um ferðavilja á helstu markaðssvæðum okk­ar, sem Íslands­stofa lét gera í fe­brú­ar (fyr­ir gos). Um fjórðung­ur Banda­ríkja­manna býst við að ferðast til út­landa á næstu sex mánuðum. At­hygli vek­ur að hlut­fallið er tölu­vert lægra í Evr­ópu en engu að síður er ferðavilj­inn þokka­leg­ur í ljósi aðstæðna. Júní og sept­em­ber eru oft­ast nefnd­ir þegar spurt er um tíma­setn­ingu. Talið er að miðað við þess­ar niður­stöður sé ekki al­veg úti­lokað að spár um 700 þúsund ferðamenn geti gengið eft­ir, en til þess þarf margt fleira að ganga upp.Ísland skor­ar næst­hæst í könn­un­inni þegar spurt er um viðhorf til sjö landa sem áfangastaðar fyr­ir ferðamenn. Þar erum við sjón­ar­mun á eft­ir Nýja-Sjálandi en þessi tvö lönd skera sig nokkuð úr hvað varðar já­kvætt viðhorf. Ísland skor­ar reynd­ar líka hæst þegar spurt er hvaða lönd­um fólk treysti best til að hafa stjórn á Covid. (Því miður var ekki spurt um Nýja-Sjá­land). Það er al­veg ábyggi­lega or­saka­sam­band þarna á milli; sam­keppn­is­for­skot felst í því fyr­ir Ísland að halda far­aldr­in­um niðri og mik­il­vægt að hafa það í huga.

Banda­ríkja­menn eru lík­leg­ast­ir til að heim­sækja Ísland á næstu 12 mánuðum sam­kvæmt könn­un­inni. Um 14% þeirra segj­ast hafa það á stefnu­skránni. Þó að hlut­fallið sé lægra í Bretlandi var Ísland þó í öðru sæti yfir lík­leg­ustu áfangastaði Breta, af þeim lönd­um sem spurt var um.

Þetta sýn­ir tæki­fær­in sem við stönd­um frammi fyr­ir til að bæta þá vondu stöðu rík­is­sjóðs sem lýst var hér að fram­an og veg­ur að vel­ferð okk­ar allra. Og ekki hef­ur eld­gosið í Geld­inga­dal dregið úr þeim.

Fleira skipt­ir máli

Það væri þó rangt að skilja við mál­efnið á þeim nót­um að ekk­ert annað en ferðaþjón­ust­an skipti máli fyr­ir viðspyrnu Íslands. Við höf­um ótal sókn­ar­færi. Ný­sköp­un­ar­um­hverfið dafn­ar sem aldrei fyrr, meðal ann­ars með aukn­um stuðningi stjórn­valda. Orku­skipti eru stórt efna­hags­legt tæki­færi til lengri tíma litið og ný­lega var kynnt sér­stakt átak sem mun hraða för okk­ar í átt að grænni framtíð. Við meg­um aldrei missa sjón­ar á því hve Ísland á stór tæki­færi til vaxt­ar og vel­ferðar, hversu al­var­leg­ar sem nú­ver­andi áskor­an­ir eru.

Greinin birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 4. apríl 2021.