Hættuástand framlengt um fjögur ár
'}}

Örn Þórðarson borgarfulltrúi:

Hve lengi ætl­ar rík­is­stjórn­in að láta meiri­hlut­ann í Reykja­vík teyma sig á asna­eyr­un­um?

Nú hef­ur sam­gönguráðherra til­kynnt að fram­kvæmd­ir við mis­læg gatna­mót á Reykja­nes­braut við Bú­staðaveg, hættu­leg­ustu og slysam­estu gatna­mót í Reykja­vík, verði ekki hafn­ar á ár­inu 2021 eins og sam­göngusátt­mál­inn, sem und­ir­ritaður var í sept­em­ber 2019 og m.a. sam­gönguráðherra, fjár­málaráðherra og borg­ar­stjóri und­ir­rituðu við mik­il fagnaðarlæti, held­ur verði það ekki fyrr en árið 2025. Eng­ar aðgerðir næstu fjög­ur ár við þessi hættu­leg­ustu gatna­mót borg­ar­inn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni minnt­ist ráðherra ekki einu orði á borg­ar­línu og þá tug­millj­arða króna sem á að eyða í þá fram­kvæmd á næstu mánuðum og árum. Þar er verið að leggja í veg­ferð upp á 150-200 millj­arða króna, sem aðallega Reykja­vík­ur­borg, rík­is­sjóður og bí­leig­end­ur bera kostnað af. Það æv­in­týri virðist eiga að halda áfram at­huga­semda­laust.

Er ekki nóg komið af aðgerðarleysi í mik­il­væg­um sam­göngu­bót­um í Reykja­vík? Eða er það ætl­un­in að kostnaður við borg­ar­línu hafi for­gang en aðrar sam­göngu­bæt­ur verði látn­ar mæta af­gangi.

Borg­ar­línufarsi meiri­hlut­ans á greini­lega eft­ir að halda áfram gagn­rýn­is­laust af hálfu rík­is­ins, en stór hluti af kostnaði við þá fram­kvæmd verður greidd­ur af rík­inu og flest­um sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu, auk fyr­ir­hugaðra veggjalda á bif­reiðaeig­end­ur.

Ekk­ert aðhafst í skipu­lagn­ingu

Á tíma­bil­inu 2019-2021 hafði meiri­hlut­inn í Reykja­vik næg­an tíma til að gera nauðsyn­leg­ar ráðstaf­an­ir í skipu­lagi mis­lægra gatna­móta á Reykja­nes­braut við Bú­staðaveg, en aðhafðist nán­ast ekk­ert í þeim efn­um. Enda ligg­ur fyr­ir að nú­ver­andi meiri­hluti í Reykja­vík er and­víg­ur mis­læg­um gatna­mót­um þarna.Þessi afstaða og vinnu­brögð meiri­hlut­ans í sam­göngu­mál­um borg­ar­inn­ar eru síður en svo með ör­yggi og hags­muni tugþúsunda bí­leig­anda í Reykja­vík í huga. Mark­mið meiri­hlut­ans virðist vera að gera bí­leig­end­um eins erfitt fyr­ir og kost­ur er.

Nauðsyn­legt er að sam­gönguráðherra geri nán­ari grein fyr­ir þeirri ákvörðun sinni að fresta fram­kvæmd­um við bygg­ingu mis­lægra gatna­móta á Reykja­nes­braut við Bú­staðaveg um fjög­ur ár.

Höf­und­ur er borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. febrúar 2021.