Dramb er falli næst
'}}

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi:

Eng­inn einn ein­stak­ling­ur né fá­menn­ir hóp­ar búa yfir öll­um sann­leik­an­um um hið ákjós­an­leg­asta skipu­lag þétt­býl­is. Samt hafa á öll­um tím­um verið til ein­stak­ling­ar og hóp­ar sem telja sig hafa höndlað þenn­an sann­leika. Það sem þeir eiga sam­eig­in­legt er skeyt­ing­ar­leysi um hags­muni og viðhorf annarra og skort­ur á hóg­værð og sjálfs­gagn­rýni. Þeir hunsa jafn­vel sér­fræðileg álit og vís­inda­leg­ar niður­stöður.

Þróun borga er sam­vinna og mála­miðlun

All­ur sann­leik­ur­inn í þess­um efn­um er ekki og verður aldrei til. En við get­um dregið úr skipu­lags­slys­um og al­var­legri um­hverf­is­rösk­un með því viðhorfi að þróun borga hljóti á end­an­um að end­ur­spegla mála­miðlun ólíkra skoðana og hags­muna og að sí­fellt fleiri eigi að koma að slík­um ákvörðunum, ekki síst vís­inda­leg og sér­fræðileg álit og niður­stöður. Borg­ar­yf­ir­völd Reykja­vík­ur virðast því miður vera á öðru máli. Þau hafa ít­rekað reynt að sniðganga vís­inda­leg­ar og sér­fræðileg­ar niður­stöður ef þær raska ásetn­ingi þeirra.

Gott dæmi um þetta er fyr­ir­huguð íbúðabyggð í Skerjaf­irði en deili­skipu­lag henn­ar var samþykkt í skipu­lags­ráði 10. fe­brú­ar sl. Í dag á svo að samþykkja í borg­ar­stjórn breyt­ingu við aðal­skipu­lag fyr­ir þessa byggð. Það samþykki verður aug­ljóst brot á samn­ingi rík­is og borg­ar um að tryggja rekstr­arör­yggi flug­vall­ar­ins næstu fimmtán árin. Auk þess verður það samþykki gott dæmi um skeyt­ing­ar­leysi meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar við veiga­mikl­um at­huga­semd­um við þetta skipu­lag frá átta op­in­ber­um stofn­un­um. Hug­um að ör­fá­um þess­ara at­huga­semda.

Isa­via-skýrslu um flu­gör­yggi stungið und­ir stól

Vegna þess­ar­ar fyr­ir­huguðu byggðar fékk Isa­via hol­lensku loft- og geim­ferðastofn­un­ina til að rann­saka áhrif nýrr­ar byggðar á vindafar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar mun þessi nýja byggð draga úr flu­gör­yggi á vell­in­um. Því þyrfti að vinna sér­stakt áhættumat í þessu til­viki. Þess­ar niður­stöður voru send­ar skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar á miðju síðasta sumri en þar var þeim stungið und­ir stól. Það var ekki fyrr en dag­inn eft­ir að skipu­lags­ráð hafði samþykkt deili­skipu­lagið, að borg­ar­full­trú­ar lásu um það í Morg­un­blaðinu að niðurstaðan lægi fyr­ir og hver hún væri. Áhættumat­inu er hins veg­ar ekki lokið.

Sam­göngu­stofa

Í um­sögn Sam­göngu­stofu árétt­ar hún: „Nauðsyn þess og skyldu að tryggja að flu­gör­yggi við notk­un flug­vall­ar­ins skerðist ekki og vill benda sér­stak­lega á eft­ir­far­andi atriði: Flug­völl­ur þarf skv. alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um að upp­fylla viðeig­andi lög og regl­ur þ.m.t: EB nr. 216/​2008 hvar fram kem­ur: 9. gr.: vökt­un flug­vall­ar­um­hverf­is. Aðild­ar­ríki skulu tryggja að sam­ráð fari fram að því er varðar starf­semi manna og land­notk­un s.s. a) hvers kon­ar bygg­ing­ar­starf­semi eða breyt­ingu á land­notk­un á flug­vall­ar­svæðinu, b) hvers kon­ar bygg­ing­ar­starf­semi, sem get­ur valdið því að hindr­an­ir valdi ókyrrð í lofti, sem get­ur verið hættu­leg starf­rækslu loft­fara. Því er ekki hægt að heim­ila breyt­ing­ar eða aðgerðir sem rýra ör­yggi flug­vall­ar­ins.“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur hef­ur gert fjöl­marg­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir, m.a. um ol­íu­mengaðan jarðveg á svæðinu þar sem reisa á skóla. Auk þess tel­ur stofn­un­in að íbúðir næst flug­braut nái ekki lág­marks­skil­yrðum hljóðvist­ar og verði því að vera án opn­an­legra glugga. Þeirri til­hög­un verði þá að þing­lýsa á þess­ar íbúðir.

Nátt­úru­fræðistofn­un

Í um­sögn Nátt­úru­fræðistofn­un­ar eru gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir um fyr­ir­hugaða land­fyll­ingu skipu­lags­ins enda standi til að friðlýsa strand­lengju Skerja­fjarðar í sam­ræmi við samþykkt Alþing­is frá 2004. Þá seg­ir þar enn frem­ur: „Nátt­úra Skerja­fjarðar á ekki að gjalda fyr­ir að ástæða þyki til þess að skipu­leggja byggð við fjörðinn eða á flug­vall­ar­svæðinu.“

Haf­rann­sókna­stofn­un, Um­hverf­is­stofn­un og Skipu­lags­stofn­un rík­is­ins gera einnig at­huga­semd­ir við land­fyll­ingu. Hér er ekki rúm til að rekja all­ar þær ábend­ing­ar en í um­sögn Skipu­lags­stofn­un­ar rík­is­ins seg­ir m.a.: „Þótt í breyt­inga­til­lög­unni sé gert ráð fyr­ir að dregið verði úr um­fangi fyr­ir­hugaðrar land­fyll­ing­ar mun hún engu að síður valda skerðingu á fjöru sem tal­in er hafa hátt vernd­ar­gildi og er ein af fáum nátt­úru­leg­um fjör­um sem eft­ir eru í Reykja­vík.“ Þá má geta þess að Um­hverf­is­stofn­un vinn­ur nú að um­hverf­is­mati skipu­lags­ins sem enn er ekki lokið.

Vega­gerðin

Vega­gerðin bend­ir á að skoða þurfi áhrif auk­inn­ar um­ferðar á nær­liggj­andi stofn­vegi, s.s. Suður­götu, Hring­braut og Njarðargötu, þar sem um­ferðarþungi er þegar orðinn of mik­ill. Þá er mælst til þess að fram fari heild­rænt sam­göngumat en það hef­ur ekki farið fram og er því enn ólokið.

Það eru viðsjár­verð yf­ir­völd sem brjóta samn­inga, stinga skýrslu um flu­gör­yggi und­ir stól, sjá ekki ástæðu til að bíða eft­ir niður­stöðu mik­il­vægra rann­sókna og telja sig óbund­in af þeim at­huga­semd­um og gagn­rýni op­in­berra stofn­ana og fagaðila sem hér hef­ur verið drepið á.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. febrúar 2021.