Stutt skref í rétta átt
'}}

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra:

Alls eru yfir 400 millj­arðar af al­manna­fé bundn­ir í banka­rekstri, sem sag­an sýn­ir að er í eðli sínu áhættu­sam­ur og sveiflu­kennd­ur. Hvergi í Evr­ópu eru um­svif rík­is­ins á markaðinum jafn mik­il og hér.

Í ná­granna­lönd­um okk­ar er al­menn samstaða um að ríkið sé ekki rétti aðil­inn til að leiða bar­átt­una í sí­fellt harðnandi sam­keppn­is­um­hverfi og al­manna­fé sé bet­ur varið í upp­byggi­legri verk­efni. Áherslu eigi að leggja á traust og ör­uggt reglu­verk, sem dragi úr áhættu­sækni, en tryggi öfl­uga þjón­ustu við heim­ili og fyr­ir­tæki.

Nálg­umst ná­granna­rík­in

Með fyr­ir­hugaðri sölu hluta í Íslands­banka verður stigið stutt skref í að færa ís­lenskt um­hverfi nær því sem þekk­ist á Norður­lönd­um og víðar í Evr­ópu. Stefnt er að sölu á um fjórðungs­hlut í al­mennu opnu útboði, þó hlut­fallið kunni að verða lít­il­lega hærra eða lægra.

Til hef­ur staðið að draga úr áhættu rík­is­ins í banka­rekstri um ára­bil. Sölu­áformin koma fram í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eig­enda­stefnu rík­is­ins og eru í sam­ræmi við niður­stöður Hvít­bók­ar frá 2018, þar sem breiður hóp­ur óháðra sér­fræðinga lagði drög að heild­stæðri framtíðar­sýn fyr­ir ís­lenskt fjár­mála­kerfi. Í henni kem­ur fram að ekki sé ákjós­an­legt að sami aðili sé ráðandi á markaðnum líkt og ríkið er í dag.

Loks eru áformin í sam­ræmi við gild­andi lög. Í laga­frum­varp­inu, sem þáver­andi fjár­málaráðherr­ann Odd­ný Harðardótt­ir mælti fyr­ir árið 2012, seg­ir að ekki séu for­send­ur til þess að ríkið verði lang­tíma­eig­andi eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þvert á móti beri að losa um þá með sölu, að und­an­skild­um skil­greind­um lág­marks­hlut í Lands­bank­an­um.

Skyn­sam­leg tíma­setn­ing

Sölu­ferlið nú kem­ur til eft­ir til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins sem held­ur utan um eign­ar­hald rík­is­ins í bönk­un­um. Horft er til þess að rekst­ur Íslands­banka er stöðugur og eig­in­fjár­hlut­fall hátt. Hluta­bréfa­vísi­töl­ur á Íslandi og í ná­granna­ríkj­um hafa hækkað veru­lega und­an­farna mánuði, ekki síst í banka­rekstri. Hluta­bréf í Ari­on banka eru um þess­ar mund­ir í hæstu hæðum frá skrán­ingu á markað.

Þrátt fyr­ir þessa góðu stöðu má ekki gefa sér að bank­arn­ir verði gull­kálf­ar fyr­ir rík­is­sjóð til framtíðar. Síðustu ár hafa þeir skilað mynd­ar­leg­um arðgreiðslum, en hinar háu fjár­hæðir má að miklu leyti rekja til já­kvæðra virðis­breyt­inga. Tíma­bili slíkra um­fram arðgreiðslna er lokið og hóf­legri arðsemi bygg­ist á reglu­leg­um liðum.

Nú er því kom­inn tími til að aðrir stígi að borðinu, með meiri þekk­ingu og þol fyr­ir sveifl­um, frek­ar en að tveir bank­ar hvíli í fangi ís­lenskri rík­is­ins í óljósri hagnaðar­von með til­heyr­andi áhættu fyr­ir skatt­greiðend­ur.

Gjör­breytt um­hverfi

Í allri umræðu um banka­sölu verður að hafa í huga þá um­gjörð sem slíkri starf­semi er búin. Und­an­far­in ár hef­ur eft­ir­lit með bönk­um og kröf­ur til þeirra verið hert veru­lega. Þar má nefna regl­ur um eig­in­fjár­hlut­föll og laust fé banka, bann við lán­um með veði í eig­in bréf­um, tak­mark­an­ir á fyr­ir­greiðslum til tengdra aðila, strang­ar hæfnis­kröf­ur virkra eig­enda og stjórn­enda og stór­efld starf­semi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Þetta verður að hafa hug­fast, enda víða talað líkt og aðstæður séu óbreytt­ar frá ár­un­um fyr­ir efna­hags­hrun haustið 2008. Laga- og eft­ir­litsum­hverfi banka­starf­semi er gjör­breytt og umræðan þarf að vera í takt við veru­leik­ann í dag, ekki veru­leik­ann sem þekkt­ist upp úr alda­mót­um.

Hér má held­ur ekki gleyma að ís­lenska ríkið var í sterk­ari stöðu en ella gagn­vart kröfu­höf­um föllnu bank­anna árið 2008 ein­mitt vegna þess að bank­arn­ir voru ekki í eigu rík­is­ins. Lyk­ilaðgerð við end­ur­reisn banka­kerf­is­ins var sú að gera ekki skuld­ir einkaaðila að rík­is­skuld­um. Að skilja áhætt­una eft­ir þar sem hún átti heima. Með sölu hluta í Íslands­banka er stigið skref í þessa sömu átt.

Alltaf ótíma­bært

Síðustu vik­ur hafa heyrst kunn­ug­leg­ar radd­ir þess efn­is að banka­sala sé ótíma­bær, þó mál­flutn­ing­ur­inn sé hvorki frum­leg­ur né burðugur. Því er haldið fram að bank­inn standi svo höll­um fæti vegna kór­ónukrepp­unn­ar að ekk­ert fá­ist fyr­ir selda hluti, en í sömu andrá sagt að rekst­ur­inn gangi svo vel að ríkið megi með engu móti missa slík­ar mjólk­ur­kýr.

Þá fer mörg­um sög­um um meint­ar fryst­ing­ar í út­lána­safn­inu. Þar hef­ur banka­stjór­inn þó bent á að fryst­ing­ar séu nán­ast al­farið bundn­ar í ferðaþjón­ustu, eða um 10% safns­ins, þar sem áhersla stjórn­valda hef­ur ein­mitt legið hvað þyngst í að byggja und­ir öfl­uga viðspyrnu og gjald­færni þegar birt­ir til. Enn frem­ur hafa heyrst fjar­stæðukennd­ar kenn­ing­ar um að hinn dreifði hóp­ur nýrra minni­hluta­eig­enda muni á ein­hvern hátt þvinga fram aðför að veðum ferðaþjón­ustuaðila.

Loks hef­ur verið látið að því liggja að sölu­ferlið snú­ist í raun um að af­henda hluti í bank­an­um út­völd­um, þó margoft hafi komið fram að stefnt sé að opnu al­mennu útboði og skrán­ingu á markað, þar sem öll­um er frjáls þátt­taka.

Af þessu má öll­um vera ljóst mik­il­vægi þess að lesa í gegn­um lín­urn­ar og skilja á milli staðreynda og inni­halds­lausra upp­hróp­ana í umræðunni.

Byggj­um und­ir betri tíð

Hvað sem öll­um upp­hróp­un­um líður er eitt ljóst. Ef af ein­hverj­um ástæðum ekki fæst ásætt­an­legt verð fyr­ir selda hluti verður ein­fald­lega fallið frá áform­um um sölu. Það myndu all­ir skyn­sam­ir eig­end­ur gera.

Gangi allt að ósk­um munu aft­ur á móti losna veru­leg­ir fjár­mun­ir fyr­ir rík­is­sjóð til að minnka skulda­söfn­un vegna kór­ónukrepp­unn­ar og ráðast í sam­fé­lags­lega arðbær verk­efni. Með því byggj­um við und­ir hraðan viðsnún­ing og betri tíð sam­hliða því sem sól hækk­ar á lofti.

Þannig stíg­um við enn eitt skrefið fram á við, á braut til enn betri lífs­kjara.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. janúar 2021.