Gölluð og galin áætlun
'}}

Eyþór Arnalds oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins:

Í frétt­um þessa vetr­ar hef­ur fátt annað verið í frétt­um en kór­ónu­vírus­inn. Nema ef vera skyldi bólu­efni. Það er því ekki úr vegi að benda les­end­um á eitt atriði sem farið hef­ur hljótt. Á næstu vik­um verður aug­lýst­ur viðauki við aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur. Aðal­skipu­lagið gild­ir til 2030, en viðauk­inn gild­ir til 2040. Hús­næðisþörf er mik­il í borg­inni, enda hef­ur skipu­lagður skort­ur á bygg­ing­ar­lóðum leitt til hækk­un­ar langt um­fram al­mennt verðlag.

Kap­all sem seint geng­ur upp

Sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ingn­um átti að hefja skipu­lagn­ingu Keldna­lands­ins árið 2019. Það hef­ur ekki verið gert. Í áætl­un um fram­boð á bygg­ing­ar­lóðum ger­ir borg­in ráð fyr­ir að helsta upp­bygg­ing­ar­svæðið verði á Ártúns­höfða næstu árin, en til að svo megi verða þarf að flytja at­vinnu­fyr­ir­tæk­in annað. Gert er ráð fyr­ir að ganga á helsta íbúðasvæðið við Úlfarsár­dal og gera það að at­vinnusvæði, þvert á fyrri lof­orð um upp­bygg­ingu. Til að kap­all­inn gangi upp þarf svo að setja Sæ­braut í stokk, en for­senda þess er lega Sunda­braut­ar. Hún ligg­ur ekki fyr­ir. Þá ger­ir borg­in ráð fyr­ir því að byggðar verði meira en 4.000 íbúðir þar sem Reykja­vík­ur­flug­völl­ur er. Þetta er gert þrátt fyr­ir að fyr­ir liggi að flug­völl­ur­inn er ekki á för­um. Næstu árin verður bar­átta um að end­ur­heimta störf í flugrekstri og lítið fjár­magn til að byggja þriðja flug­völl­inn á suðvest­ur­horn­inu. Það er því mik­il bjart­sýni að gera bein­lín­is ráð fyr­ir því að hús­næðisþörf verði mætt með því að gera ráð fyr­ir þúsund­um íbúða á flug­braut­um Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Ekki er gert ráð fyr­ir að byggt verði á Keld­um fyr­ir en eft­ir ára­tug. Ekk­ert á að byggja íbúðir í Örfiris­ey eða á BSÍ-reit. Eng­in hag­kvæm bygg­ing­ar­svæði nýtt en treyst á að flug­völl­ur­inn fari í Hvassa­hraun. Fyrri áætlan­ir um nægt fram­boð bygg­ing­ar­lands í Reykja­vík gengu ekki eft­ir. Fjölg­un­in fór annað. Nú er verið að fækka hag­kvæm­um bygg­ing­ar­svæðum til næstu 20 ára. Vilj­andi. Þess í stað er gert bein­lín­is ráð fyr­ir því að flug­völl­ur­inn víki þótt ný­lega sé búið að semja um að hann verði áfram að óbreyttu. Gatið í áætl­un­inni er gríðar­stórt eða sem nem­ur heilu kjör­tíma­bili þar sem þörf er fyr­ir um 1.100 íbúðir á ári. Kap­all sem skort­ir lyk­il­spil geng­ur aldrei upp. Hús­næðisáætl­un sem nýt­ir ekki hag­kvæm bygg­ing­ar­svæði fell­ur um sjálfa sig.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. janúar 2021.