Í upphafi kosningaárs
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Í byrj­un síðasta árs var sá er hér skrif­ar ágæt­lega bjart­sýnn, eins og lík­lega flest­ir. Við Íslend­ing­ar höfðum kom­ist sæmi­lega klakk­laust í gegn­um árið 2019 þótt á köfl­um ekki blési byrlega. Fátt benti til ann­ars en að vöxt­ur efna­hags­lífs­ins gæti orðið þokka­leg­ur á nýju ári og góður á því næsta.

„Til að svo verði þurfa stjórn­völd að halda rétt á spil­un­um,“ voru hins veg­ar varnaðarorð enda gam­all fjandi – at­vinnu­leysi – far­inn að láta á sér kræla. Þá voru stýri­vext­ir Seðlabank­ans í sögu­legu lág­marki (og hafa lækkað hressi­lega síðan) en lækk­un­in hafði ekki náð að seytla um all­an fjár­mála­markaðinn. Heim­il­in, lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki nutu því í litlu vaxta­lækk­un­ar. Fjár­mála­markaður­inn var og er enn óhag­kvæm­ur, arðsemi lít­il, skatt­heimta of mik­il og sér­ís­lensk­ar regl­ur gera fjár­mála­kerfið illa sam­keppn­is­hæft. Eign­ar­hald rík­is­ins á stór­um hluta fjár­mála­kerf­is­ins eyk­ur vand­ann. Ég hafði áhyggj­ur af fleiri þátt­um efna­hags­lífs­ins.

At­vinnu­vega­fjár­fest­ing hafði dreg­ist sam­an árið 2019, annað árið í röð. Fjár­fest­ing hins op­in­bera varð einnig minni en á móti kom veru­leg­ur vöxt­ur í íbúðafjár­fest­ingu en vís­bend­ing­ar voru um að farið væri að hægja á bygg­ing­ar­geir­an­um.

Viðvör­un­ar­ljós­in blikkuðu á fyrstu vik­um liðins árs líkt á áminn­ing um að stjórn­völd yrðu að halda vel á spil­un­um. En það var ekk­ert sem benti til að meiri hátt­ar efna­hags­leg áföll væru fram und­an þótt vissu­lega hefði sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins orðið lak­ari og vöxt­ur út­gjalda hins op­in­bera síðustu árin gerði verk­efnið erfiðara.

Tvö ein­föld mál

Í þess­ari fyrstu grein síðasta árs benti ég á tvö frum­vörp sem mér væri um­hugað um að koma í gegn­um Alþingi, en ég var fyrsti flutn­ings­maður þeirra. Hvort um sig ynni gegn efna­hags­leg­um sam­drætti með því að örva fjár­fest­ingu og styrkja fjár­hags­lega stöðu ein­stak­linga.

Fyrra málið var frum­varp um að virðis­auka­skatt­ur af vinnu við bygg­ingu eða viðhald íbúðar­hús­næðis yrði end­ur­greidd­ur að fullu. Rök­in voru ein­föld: Bygg­inga­kostnaður íbúða lækki um allt að 3% auk þess sem stuðlað verði að heil­brigðari vinnu­markaði og bætt­um skatt­skil­um (trygg­inga­gjald, tekju­skatt­ur o.s.frv.). All­ir hagn­ist, ekki síst rík­is­sjóður til lengri tíma litið.

Síðara frum­varpið var inn­leiðing skatta­afslátt­ar vegna hluta­bréfa­kaupa. Mark­miðið var og er að efla hluta­bréfa­markaðinn og þar með auka aðgengi fyr­ir­tækja að nauðsyn­legu áhættu­fé. Um leið skjóta stoðum und­ir eigna­mynd­un launa­fólks. Frum­varpið náði ekki fram að ganga en var lagt fram að nýju síðasta haust.

En svo skall kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn á með þeim al­var­legu efna­hags­legu og fé­lags­legu af­leiðing­um sem óþarfi er að fjalla um að þessu sinni. Hóf­leg bjart­sýni í upp­hafi árs fauk þar með út í veður og vind.

Tekið af skarið

Varn­ar­bar­átta síðasta árs kom ekki í veg fyr­ir að fjár­málaráðherra tæki af skarið í virðis­auka­skatts­mál­inu. Full end­ur­greiðsla varð hluti af viðamikl­um aðgerðum rík­is­ins til að milda efa­hags­leg áhrif kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. End­ur­greiðslan náði ekki aðeins til íbúða, held­ur einnig frí­stunda­húsa og bílaviðgerða, auk þess sem al­manna­heilla­sam­tök gátu notið end­ur­greiðslunn­ar sem og sveit­ar­fé­lög. Þetta var tíma­bund­in aðgerð en skömmu fyr­ir jól samþykkti Alþingi að fram­lengja hana út þetta ár. Ég lít á það sem hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins að tryggja að full end­ur­greiðsla virðis­auka­skatts vegna vinnu á bygg­ing­arstað verði til fram­búðar enda hags­muna­mál fyr­ir launa­fólk.

Fjár­málaráðherra hef­ur einnig boðað breyt­ing­ar á lög­um um tekju­skatt þar sem inn­leidd­ir verði skatta­leg­ir hvat­ar fyr­ir launa­fólk – því gert auðveld­ara að taka þátt með bein­um hætti í at­vinnu­líf­inu með kaup­um á skráðum hluta­bréf­um. Ég líkt og aðrir Sjálf­stæðis­menn el þann draum í brjósti að all­ir Íslend­ing­ar verði eigna­fólk og búi við fjár­hags­legt sjálf­stæði. Þátt­taka al­menn­ings í hluta­bréfa­markaði er og á að vera órjúf­an­leg­ur hluti af stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins - samof­in sér­eigna­stefn­unni.

Þannig ná góð mál hægt og bít­andi fram að ganga, þrátt fyr­ir og kannski vegna erfiðra efna­hags­legra aðstæðna. Verk­efn­in á nýju ári eru mörg en mestu skipt­ir að við kom­umst út úr kóf­inu sem fyrst. Aðgengi að bólu­efni og bólu­setn­ing þjóðar­inn­ar er stærsta og mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda í upp­hafi kosn­inga­árs. Efna­hags­leg vel­ferð er í húfi og þar með geta okk­ar til að standa und­ir góðum lífs­kjör­um og öfl­ugu vel­ferðarsam­fé­lagi til framtíðar. Við höf­um ekki enda­laust út­hald til verja fyr­ir­tæki, heim­ili og vel­ferðar­kerfið með þeim hætti sem gert hef­ur verið síðustu mánuði.

Regla þumalputt­ans

Til ein­föld­un­ar get­um við stuðst við þumalputta­reglu. Hver dag­ur þar sem bar­ist er við kór­ónu­veiruna og efna­hags­lífið er lamað með þeim hætti sem raun er, kost­ar rík­is­sjóð um einn millj­arð króna – hver vika sjö millj­arða. Það má því halda því fram að janú­ar kosti sam­eig­in­leg­an sjóð okk­ar 30 millj­arða, ann­ars veg­ar í aukn­um út­gjöld­um og hins veg­ar lægri tekj­um. Að óbreyttu bæt­ast 28 millj­arðar við í fe­brú­ar. Og þannig koll af kolli uns hjól­in kom­ast aft­ur af stað. Þá er ekki tal­inn með kostnaður sveit­ar­fé­laga, fyr­ir­tækja eða heim­ila, eða sá efna­hags­legi fórn­ar­kostnaður sem er sam­fara far­aldr­in­um. Lak­ari lífs­gæði og fé­lags­leg­ur kostnaður verða aldrei met­in til fjár.

Auðvitað er þumalputta­regl­an ekki ná­kvæm­ur mæli­kv­arði, ekki frem­ur en aðrar slík­ar mæli­stik­ur. En hún gef­ur þokka­lega sýn á hvaða hags­mun­ir eru í húfi – hversu mik­il­vægt það er að ná tök­um á far­aldr­in­um þannig að dag­legt líf kom­ist aft­ur í eðli­legt horf. Og þar skipt­ir bólu­setn­ing lík­lega mestu. Þegar horft er á hags­mun­ina sem eru í húfi, þann gríðarlega kostnað sem hver dag­ur hef­ur í för með sér, er það því hreint auka­atriði hvað skammt­ur af bólu­efni kost­ar.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra vakti at­hygli á því í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir tveim­ur dög­um að til greina kæmi að ís­lensk stjórn­völd veiti bráðal­eyfi fyr­ir notk­un nýrra bólu­efna. Það ráðist þó af því að hægt sé að gera það hraðar en Lyfja­stofn­un Evr­ópu, en Bret­land, Banda­rík­in og fleiri lönd hafa haft hraðari hend­ur í þeim efn­um. Und­ir þetta hef­ur Kári Stef­áns­son tekið. Það er frá­leitt annað en að eiga náið og gott sam­starf við fleiri vinaþjóðir en á meg­in­landi Evr­ópu þegar kem­ur að því að gefa út bráðal­eyfi fyr­ir bólu­efni. Kostnaður­inn við að tryggja að Lyfja­stofn­un hafi bol­magn til að eiga sam­starfið og nýta það, er skipti­mynt í sam­an­b­urði við þá hags­muni sem eru und­ir.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. janúar 2020.