Vörn fyrir launafólk og fyrirtæki
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Uppi í áhorf­enda­stúku á spenn­andi fót­bolta­leik öðlast sum­ir ótrú­lega hæfi­leika og yf­ir­sýn. Þeir greina leik­inn bet­ur en aðrir, eru betri þjálf­ar­ar en þeir sem stjórna af hliðarlín­unni og miklu betri leik­menn en þeir sem eru inni á vell­in­um. Dóm­aratríóið stenst eng­an sam­an­b­urð við þá hæfi­leika sem finn­ast í stúk­unni.

Efna­hags­leg­ar þreng­ing­ar sem við glím­um við eru ekki leik­ur held­ur dauðans al­vara, lítt minni en veir­an sjálf sem ógn­ar lífi og heilsu. En eins og í áhorf­enda­stúk­unni á fót­bolta­leikn­um eru til sér­fræðing­ar sem vita bet­ur en aðrir. Þeir hafa allt á horn­um sér og finna flestu allt til foráttu. Líkt og á vell­in­um eru slík­ir ut­an­vall­ar­sér­fræðing­ar nauðsyn­leg­ir, halda öðrum við efnið, hitta stund­um nagl­ann á höfuðið og veita þegar vel tekst til nauðsyn­legt aðhald og eru krydd sem lífg­ar upp á leik­inn.

Aðgerðir stjórn­valda til að draga úr áhrif­um efna­hags­áfalls­ins á fyr­ir­tæki og heim­ili vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins eru ekki yfir gagn­rýni hafn­ar. Sumt af því sem gert hef­ur verið hef­ur ekki skilað þeim ár­angri sem von­ast var til, annað er langt um­fram vænt­ing­ar.

Skatt­ar lækkaðir

Rík­is­sjóður hef­ur haft bol­magn, vegna skyn­sam­legr­ar fjár­mála­stjórn­ar allt frá 2013, til að veita heim­il­um og fyr­ir­tækj­um viðspyrnu á erfiðum tím­um. Allt að 600 millj­arða halli á rík­is­sjóði á tveim­ur árum er hins veg­ar því aðeins rétt­læt­an­leg­ur að við stönd­um sterk­ari að vígi en ella og náum þannig að treysta und­ir­stöður sam­fé­lags sem börn­in okk­ar taka við. Að við skilj­um ekki aðeins reikn­ing­inn fyr­ir hall­an­um eft­ir fyr­ir þau að glíma við.

Samþætt­ing pen­inga­mála og rík­is­fjár­mála hef­ur lík­lega aldrei verið betri hér á landi en und­an­far­in miss­eri. Og þess hafa all­ir notið – launa­fólk sem fyr­ir­tæki. Lægri vext­ir styrkja sam­keppn­is­stöðu at­vinnu­lífs­ins og eru mik­il­væg kjara­bót fyr­ir launa­fólk. Rík­is­sjóður hef­ur ekki aðeins nýtt sér sjálf­virk­an sveiflu­jafn­ara – ekki skorið niður og ekki gripið til skatta­hækk­ana – held­ur í raun aukið út­gjöld og lækkað skatta. Þannig hef­ur verið unnið gegn sam­drætt­in­um. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga var lækkaður í árs­byrj­un og aft­ur um kom­andi ára­mót. Hið sama á við um trygg­inga­gjaldið. Erfðafjárskatt­ur verður lækkaður, frí­tekju­mark fjár­magn­stekna á að hækka (kem­ur sér fyrst og fremst vel fyr­ir þá sem hafa tak­markaðar fjár­magn­s­tekj­ur), skattaí­viln­an­ir hafa verið aukn­ar til að efla ný­sköp­un og ýta á und­ir fjár­fest­ing­ar ein­stak­linga í fyr­ir­tækj­um.

Stærstu aðgerðirn­ar snúa að launa­fólki

Ein mik­il­væg­asta aðgerð stjórn­valda er svo­kölluð hluta­bóta­leið, til að tryggja að ráðning­ar­sam­band milli launa­greiðenda og launa­manns geti hald­ist. Í apríl síðastliðnum væru nær 33 þúsund ein­stak­ling­ar á hluta­bót­um en yfir 16.400 á hrein­um at­vinnu­leys­is­bót­um. Í sept­em­ber síðastliðnum fengu tæp­lega 3.600 ein­stak­ling­ar hluta­bæt­ur.

Áætlað er að alls verði 34 millj­örðum króna varið í hluta­bæt­ur og 56 millj­örðum í at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Þetta þýðir að lang­stærsta aðgerð stjórn­valda er gagn­vart launa­fólki í gegn­um at­vinnu­leys­is­trygg­ing­ar og hluta­bæt­ur eða alls um 90 millj­arðar.

Rétt­ur til tekju­tengdra at­vinnu­leys­is­bóta var lengd­ur úr þrem­ur mánuðum í sex. „Nám er tæki­færi“ í starfs- og tækni­námi í fram­halds­skól­um eða há­skól­um stend­ur at­vinnu­leit­end­um til boða á vorönn 2021, haustönn 2021 eða vorönn 2022.

Þá hef­ur verið ákveðið að greiða sér­stakt viðbótarálag á grunn­bæt­ur at­vinnu­leys­is­trygg­inga á næsta ári. Grunn­bæt­ur hækka um 6,2%. Áætlað er að fram­lag rík­is­sjóðs vegna þessa verði um tveir millj­arðar. Um leið verða greiðslur vegna fram­færslu barna at­vinnu­leit­enda fram­lengd­ar út næsta ár með 6% viðbótarálagi ofan á grunn­bæt­ur vegna hvers barns. Kostnaður er áætlaður 800 millj­ón­ir. Þeir sem eru í staðfestri at­vinnu­leit fá greidd­ar rúm­ar 86 þúsund krón­ur í des­em­berupp­bót, alls um 1,4 millj­arða.

Horft hef­ur verið sér­stak­lega til barna­fólks. Í maí var greidd­ur sér­stak­ur barna­bóta­auki með hverju barni. Og nú verða skerðing­ar­mörk barna­bóta hækkuð til að tryggja að þau fylgi þróun lægstu launa á vinnu­markaði. Áætlað um­fang er um 830 millj­ón­ir króna.

Í des­em­ber verður 50 þúsund króna ein­greiðsla til þeirra ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­isþega sem eiga rétt á líf­eyri á ár­inu. Þessi ein­greiðsla bæt­ist við des­em­berupp­bót. Alls einn millj­arður króna. Stefnt er að því að gera breyt­ing­ar á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu í upp­hafi næsta árs og draga úr inn­byrðis skerðing­um. Þessi breyt­ing skil­ar þeim tekju­lægstu tæp­lega átta þúsund króna viðbót­ar­hækk­un á mánuði um­fram 3,6% hækk­un sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi næsta árs. Heild­ar­hækk­un til tekju­lægstu ör­orku­líf­eyr­isþeg­anna verður tæp­ar 20 þúsund krón­ur um ára­mót. Heild­ar­út­gjöld aukast vegna þessa um 1,2 millj­arða á næsta ári.

Lægri vext­ir skila kjara­bót­um

Þá er ónefnd ein mesta kjara­bót launa­fólks. Lækk­un vaxta hef­ur gert þúsund­um heim­ila kleift að end­ur­fjármagna íbúðarlán­in og lækka þar með greiðslu­byrði um tugi þúsunda á mánuði. Og það sem meira er: Fleiri hafa haft tök á því að ráðast í kaup á eig­in íbúð en ann­ars vegna hag­stæðra vaxta­kjara.

Fjár­mála­fyr­ir­tæk­in hafa leikið stórt hlut­verk í að mynda skjól fyr­ir þá sem á þurfa að halda. Rúm­lega 4.100 voru í greiðslu­skjóli í maí síðastliðnum og námu skuld­irn­ar sam­tals um 111 millj­örðum króna. Um miðjan nóv­em­ber voru 909 ein­stak­ling­ar í greiðslu­hléi.

Svipað er að segja um fyr­ir­tæki, en nú eru um 460 fyr­ir­tæki í greiðslu­hléi. Heild­ar­skuld­ir eru um 43 millj­arðar. Í sum­ar samþykkti Alþingi lög um greiðslu­skjól. Úrræðið, sem er tíma­bundið, veit­ir fyr­ir­tækj­um heim­ild til þess að fá greiðslu­skjól í allt að eitt ár sem á að nýta til fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar.

Launa­fólk hef­ur notið fullr­ar end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts af vinnu iðnaðarmanna við íbúðar­hús­næði, frí­stunda­hús og bílaviðgerðir. Hið sama á við um al­manna­heilla­fé­lög og sveit­ar­fé­lög. Alls nem­ur end­ur­greiðslan nær þrem­ur millj­örðum. Full end­ur­greiðsla verður a.m.k. út næsta ár. All­ir vinna skil­ar þannig ár­angri.

Um 176 þúsund ein­stak­ling­ar hafa sótt ferðagjöf­ina og þar af hafa 126 þúsund nýtt gjöf­ina fyr­ir nær 880 millj­ón­ir króna. Kær­kom­in bú­bót fyr­ir allt launa­fólk og víta­mínsprauta fyr­ir ferðaþjón­ust­una.

Vörn fyr­ir at­vinnu­lífið

Með sama hætti og stutt hef­ur verið við heim­il­in hef­ur verið gripið til marg­vís­legra aðgerða til að verja at­vinnu­lífið, – tryggja verðmæta­sköp­un­ina í nútíð en ekki síður framtíð.

Launa­greiðslur hafa marg­ir nýtt sér heim­ild til að festa á allt að þrem­ur gjald­dög­um staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds fram á næsta ár eða fyr­ir alls 19,4 millj­arða.

Um einn millj­arður hef­ur verið greidd­ur í lok­un­ar­styrki til 998 fyr­ir­tækja sem gert var að loka sam­kvæmt ákvörðun heil­brigðis­yf­ir­valda. Ný­lega samþykkti þingið fram­hald lok­un­ar­styrkja og er um­fang þeirra meira en áður.

Stuðningslán að fjár­hæð um 7,1 millj­arður hafa verið veitt 850 fyr­ir­tækj­um. Lán­in eru með fullri rík­is­ábyrgð að 10 millj­ón­um króna og 85% ábyrgð fyr­ir allt að 30 millj­ón­um til viðbót­ar.

Á fyrstu dög­um þessa mánaðar samþykkti Alþingi frum­varp fjár­málaráðherra um svo­kallaða tekju­falls­styrki fyr­ir ein­stak­linga og lögaðila í at­vinnu­rekstri sem urðu fyr­ir veru­leg­um tekjum­issi 1. apríl til 31. októ­ber. Sam­kvæmt mati fjár­málaráðuneyt­is­ins má ætla að heild­ar­kostnaður rík­is­sjóðs vegna tekju­falls­styrkja geti orðið að há­marki 23,3 millj­arðar.

Í lok síðustu viku kynnti fjár­málaráðherra viðspyrnustyrki sem leysa tekju­falls­styrk­ina af hólmi. Með þeim er verið að styðja fyr­ir­tæki til að viðhalda lág­marks­starf­semi þangað til við kom­umst út úr kóf­inu. Eðli máls sam­kvæmt er tölu­verð óvissa um kostnaðinn en ráðuneyti fjár­mála tel­ur að hann geti ekki orðið hærri en 20 millj­arðar.

Verk­efn­inu ekki lokið

Hér er ekki sett fram heild­stætt yf­ir­lit yfir all­ar þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til, s.s. 900 millj­óna króna stuðning við tóm­stundaiðkun barna tekju­lágra for­eldra, átak í geðheil­brigðismál­um, viðbótar­fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins eða um­fang­mikl­ar fjár­fest­ing­ar í innviðum, s.s. sam­göng­um, stofn­un sprota- og ný­sköp­un­ar­sjóðsins Kríu eða stór­auk­inn stuðning við rann­sókn­ir og þróun fyr­ir­tækja. En verk­efn­inu er ekki lokið – langt í frá.

Um það verður varla deilt að rík­is­sjóði hef­ur verið beitt af miklu afli sam­hliða mark­viss­um aðgerðum í pen­inga­mál­um. Auðvitað má ým­is­legt gagn­rýna og það skal játað að stund­um en ekki oft lang­ar mig að setj­ast upp í stúku við hliðina á þeim sem allt veit bet­ur. En það væri svipað og að varn­ar­leikmaður tæki til fót­anna út af vell­in­um og upp í áhorf­enda­stúk­una í miðjum leik þegar sig­ur er í aug­sýn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2020.