Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela samgönguráðherra að bjóða út hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur Sundabrautar í einkaframkvæmd. Bryndís Haraldsdóttir er fyrsti flutningsmaður en aðrir flutningsmenn eru; Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Vilhjálmur Árnason.
Ályktunin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að ráðast í samvinnuverkefni um lagningu Sundabrautar, sbr. f-lið 2. mgr. 1. gr. laga um samvinnuverkefni og samgönguframkvæmdir, nr. 80/2020, þannig að einkaaðili annist fjármögnun framkvæmdarinnar í heild. Ráðherra geri Alþingi grein fyrir framgangi málsins á 151. löggjafarþingi.“
Með þessu fengu einkaaðilar tækifæri til að gíma við það sem hið opinbera hefur haft til umræðu í um hálfa öld. Hugmyndin er sú að innheimt verði veggjöld um veginn sem greiði framkvæmdina niður, líkt og með Hvalfjarðargöngin.
Þingsályktunartillöguna má í heild sinni finna hér.