Þrír nýir þættir af Næstu skrefum með Njáli Trausta Friðbertssyni alþingismanni eru komnir á hlaðavarpið.
Um er að ræða viðtal við Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skýrsluhöfund nýútkominnar skýrslu um norræn utanríkis- og öryggismál og Jónu Sólveigu Elínardóttur, deildarstjóra á öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í þættinum ræddu þau um norræn utanríkis- og öryggismál og tækifæri norrænu ríkjanna til aukinnar samvinnu í málaflokknum.
Þá er um að ræða þátt um stöðu ferðaþjónustunnar á tímum kórónuveirunnar en þar ræddi Njáll Trausti við Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenska ferðaklasans.
Í þriðja lagi er um að ræða þátt um hagkerfi framtíðarinnar, aukna áherslu á sjálfbærni og samkeppnishæfni í græna hagkerfinu - en þar eru gestir Njáls Trausta þau Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims og Sigurður H. Markússon, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun.
Alla þætti Njáls Trausta og aðra þætti á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins, má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins xd.is hér