Á hver að ráða sínum næturstað?
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Al­mennt ræður fólk sín­um næt­urstað, sem bet­ur fer. Hið op­in­bera er lítið að vasast í því, en þegar kem­ur að því að velja sér næt­urstað inn í ei­lífðina virðist annað vera upp á ten­ingn­um. Lög­gjaf­inn hef­ur á því mikl­ar skoðanir. Við sjá­um það gjarn­an í er­lend­um kvik­mynd­um að aðstand­end­ur koma sam­an og dreifa ösku ást­vina yfir landsvæði eða stöðuvatn, nú eða jafn­vel leyfa duft­keri að hvíla á ar­in­hill­unni. En á Íslandi er þetta ekki leyfi­legt held­ur skal ask­an jarðsett. Sækja þarf sér­stak­lega um und­anþágu á þessu ákvæði og er það aðeins veitt ef ösk­unni er dreift á einn stað og það er yfir ör­æfi eða sjó. Ekki má merkja dreif­ing­arstaðinn og óheim­ilt er að geyma duft­kerið fram að ráðstöf­un þess ann­ars staðar en í lík­húsi.

Und­anþágu­um­sókn­um hef­ur fjölgað mjög á síðustu árum og hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara auk­ist. Lík­legt verður þó að telja að út­lend­ing­ar hafi dreift hér ösku lát­inna ást­vina án þess að sækja um sér­stakt leyfi, enda mörg­um ekki ljóst að hér séu í gildi ströng lög um dreif­ingu ösku. Í flest­um lönd­um er lög­gjöf­in mun opn­ari, ef það eru þá á annað borð ein­hver lög um dreif­ingu ösku.

Óski Íslend­ing­ur eft­ir því að ösku sinni sé dreift við upp­á­halds­ár­bakk­ann, í sum­ar­bú­staðarlandi fjöl­skyld­unn­ar nú eða í Heiðmörk, þá er það bannað. Af hverju?

Ég sé enga ástæðu fyr­ir op­in­berri íhlut­un um jarðnesk­ar leif­ar fólks og mér finnst að fólk eigi að hafa frelsi til að ákv­arða sinn hinsta náttstað.

Ég hef því lagt fram á Alþingi breyt­ing­ar á þess­um lög­um. Þar er lagt til að dreif­ing jarðneskra leifa verði gef­in frjáls. Nauðsyn­legt er að farið sé áfram með ösku lát­inna manna af virðingu. Áfram þurfi að búa um ösk­una í þar til gerðum duft­ker­um eft­ir lík­brennslu en aft­ur á móti verði gefið frjálst hvað gert verður við ker­in. Með frum­varp­inu er jafn­framt lagt til að ekki verði kveðið á um skyldu til að grafa ker­in niður í grafar­stæði eða leggja þau í leiði annarra held­ur verður um heim­ild að ræða til annarr­ar ráðstöf­un­ar. Sé hins veg­ar ákveðið að grafa duft­ker í kirkju­g­arði skal fylgja ákvæði lag­anna.

Með frum­varp­inu er þó lagt til að áfram verði kveðið á um að duft­ker verði úr for­gengi­legu efni og eins að kveðið verði á um nán­ari regl­ur um dreif­ingu ösku lát­ins manns í reglu­gerð, t.d. með upp­lýs­ing­um til legstaðaskrár um staðsetn­ingu dreif­ing­ar ösku. Á Norður­lönd­un­um eru sér­stak­ir skóg­ar til staðar fyr­ir dreif­ingu lík­ams­leifa og þar má setja upp minn­ing­ar­skjöld sem ætt­ingj­ar geta vitjað og viðhaldið. Á Norður­lönd­un­um eru þó ákveðin skil­yrði fyr­ir dreif­ingu ösku en þau eru al­mennt rýmri en hér tíðkast.

Fólki er fylli­lega treyst­andi til að út­færa sinn hinsta hvílustað af smekk­vísi og virðingu. Reynsla annarra landa sýn­ir það. Aukið frjáls­ræði í þess­um efn­um hér á landi hlýt­ur því að telj­ast sjálfsagt mál í nú­tíma­sam­fé­lagi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 2020.