Hugum að geðheilbrigði í heimsfaraldri
'}}

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Mjög mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á sam­fé­lag­inu á ár­inu 2020 enda hef­ur kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn sett mark sitt á dag­legt líf allra lands­manna. Áhrif­anna gæt­ir alls staðar í sam­fé­lag­inu en sótt­varnaaðgerðir hafa leitt til tak­mark­ana á skóla­starfi, ferðaf­relsi og fé­lags­starfi svo fátt eitt sé nefnt. Þá hef­ur ástandið leitt til fé­lags­legr­ar ein­angr­un­ar ým­issa hópa í viðkvæmri stöðu líkt og eldri borg­ara. Þessi staða verður sí­fellt þyngri þar sem far­ald­ur­inn hef­ur dreg­ist á lang­inn, ekki síst meðal viðkvæmra hópa. Með það í huga er mik­il­vægt að gerð verði út­tekt á því hver raun­veru­leg staða er í Reykja­vík.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til út­tekt á stöðu geðheil­brigðismála

Í borg­ar­stjórn í dag mun ég fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík flytja til­lögu um að gerð verði út­tekt á stöðu geðheil­brigðismála hjá Reykja­vík­ur­borg vegna kór­ónu­veirunn­ar. Í kjöl­farið verði unn­in aðgerðaáætl­un sem fylgt verði eft­ir. Full­trú­um vel­ferðarsviðs, skóla- og frí­stunda­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­sviðs verði fal­in gerð út­tekt­ar ann­ars veg­ar og aðgerðaáætl­un­ar hins veg­ar enda eru það þau svið Reykja­vík­ur­borg­ar sem málið snert­ir helst. Vinn­an verði jafn­framt unn­in í sam­starfi við fagaðila á sviði geðheil­brigðismála ásamt full­trú­um frá sam­tök­um sem sinna geðheil­brigðismál­um. Lagt er til að vinnu við grein­ingu og aðgerðaáætl­un ljúki eigi síðar en í árs­lok 2020 og niður­stöðunni verði skilað til borg­ar­ráðs. Aðgerðaáætl­un komi til fram­kvæmda í árs­byrj­un 2021.

Mik­il­vægt að bregðast við

Það ástand sem hef­ur skap­ast í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veirunn­ar bitn­ar illa á viðkvæm­um hóp­um og því miður benda bráðabirgðatöl­ur frá Rík­is­lög­reglu­stjóra vegna sjálfs­víga til þess að staða geðheil­brigðismála sé þung. Alls var farið í 30 út­köll vegna sjálfs­víga á fyrstu átta mánuðum árs­ins en út­köll á sama tíma árið 2019 voru 18 tals­ins. Að óbreyttu stefn­ir í aukið at­vinnu­leysi og mun þrengri stöðu en núna er í sam­fé­lag­inu og því brýn nauðsyn að bregðast við.

Fé­lags­leg ein­angr­un meðal ung­menna

Í ofanálag við kór­ónu­veiruna er ástandið meðal barna og ung­menna ekki eins og best verður á kosið í geðheil­brigðismál­um. Það er því hætt við að þeirra staða sé að versna þar sem fé­lags­leg ein­angr­un er tölu­verð meðal ung­menna sem ekki hafa mátt mæta í skóla og lítið hef­ur verið um virkt fé­lags­líf. Ung­mennaráð borg­ar­inn­ar höfðu þegar árið 2017 óskað eft­ir því að geðfræðsla fyr­ir nem­end­ur á mið- og ung­linga­stigi yrði efld. Til­laga þess var samþykkt en hef­ur ekki komið til fram­kvæmd­ar. Það er mik­il­vægt að efla fræðslu um geðheil­brigði og ætti það að vera eitt af for­gangs­atriðum sem farið væri í núna.

Ver­um leiðandi

Mik­il­vægt er að við bein­um at­hygli okk­ar að for­vörn­um og heilsu­efl­ingu í rík­ara mæli, sam­hliða því að bæta kerfið sem tekst á við af­leiðing­ar geðrask­ana. Reykja­vík­ur­borg verður að hafa skýra stefnu­mót­un og vera leiðandi í því að all­ir íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins setji geðheils­una í for­gang. Þrengri fé­lags­leg staða vegna kór­ónu­veirunn­ar ger­ir það enn brýnna en ella.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 3. nóvember 2020.