Stjórnmálin með Bryndísi ný þáttaröð á hlaðvarpinu
'}}

Stjórnmálin með Bryndísi er ný þáttaröð sem hafið hefur göngu sína á Hægri hliðinni, hlaðvarpi Sjálfstæðisflokksins.

Þættirnir eru í umsjón Bryndísar Haraldsdóttur alþingismanns og þar fær hún til sín góða gesti og ræðir um ólík en áhugaverð málefni, mál sem Bryndís hefur áhuga á og beitir sér fyrir á þingi. Bryndís situr í efnahags og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd en áhugasviðið er vítt.

Þrír þættir eru nú komnir á netið.

  • Í þeim fyrsta fjallar Bryndís um dánaraðstoð og ræðir við Ingrid Kuhlman, formann Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
  • Í öðrum þætti fjallar hún um verðmæti í ruslinu, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið og ræðir við Áslaugu Huldu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Fenúr.
  • Í þriðja þætti fjallar hún um Borgarlínu og Sundabraut og ræðir við Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins.

Þættirnir eru allir aðgengilegir á síðu þáttarins hér og einnig hér fyrir neðan:

Þáttinn um dánaraðstoð má finna með því að smella á tengilinn.