Ræða atvinnulífið á Suðurlandi á opnum netfundi
'}}

Vilhjálmur Árnason alþingismaður fær þrjá góða gesti, þau Elliða Vignisson, bæjarstóra Ölfuss, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Landssamtaka Lífeyrissjóða, og Knút Rafn Ármann, búfræðing og eiganda Friðheima, til þess að fara yfir stöðu atvinnulífsins á Suðurlandi í beinni útsendingu á facebook föstudaginn 23. október kl. 12:40.

Það hafa mörg störf tapast vegna veirufaraldursins. Hvernig fjölgum við störfum aftur á Suðurlandi og hvar eru tækifærin? Þessari spurningu og mörgum öðrum verður svarað í þættinum.

Hægt er að senda inn spurningar fyrir þáttinn á Facebook, eða á meðan á útsendingu stendur. Fundurinn verður u.þ.b. hálftími að lengd. Facebook-síðu Vilhjálms má finna hér.