Framleitt í Hollywood – ritskoðað í Peking
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Eft­ir því sem mik­il­vægi Kína í alþjóðlegu efna­hags­lífi eykst hef­ur rit­skoðun komm­ún­ista­flokks­ins yfir landa­mæri orðið auðveld­ari, skil­virk­ari og áhrifa­meiri. Auk­in alþjóðleg áhrif Pek­ing hafa leitt til þess að rit­skoðun­ar­arm­ur kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins hef­ur náð taki á út­gef­end­um, fræðimönn­um, rit­höf­und­um, blaðamönn­um og ekki síst kvik­myndaiðnaðinum, óháð rík­is­borg­ara­rétti þeirra eða landa­mær­um.

Í ný­legri skýrslu PEN America um áhrif stjórn­valda í Pek­ing á kvik­myndaiðnaðinn er dreg­in upp dökk mynd. Skýrsl­an veit­ir inn­sýn í hvernig kín­versk stjórn­völd hafa með beinni og óbeinni rit­skoðun haft áhrif á Hollywood og alþjóðleg­an kvik­myndaiðnað. Með skipu­leg­um hætti hef­ur kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn náð kverka­taki á kvik­mynda­gerð. Stærstu fram­leiðend­ur heims leika eft­ir þeirri forskrift sem þeim er gef­in. Þar með mót­ar Pek­ing áhrifa­mesta list­ræna og menn­ing­ar­lega miðil heims – kvik­mynd­ir – langt út fyr­ir eig­in landa­mæri.

PEN America berj­ast fyr­ir frjálsri tján­ingu lista­manna og al­menn­um mann­rétt­ind­um og eru hluti af alþjóðleg­um sam­tök­um rit­höf­unda, blaðamanna og annarra full­trúa hins skrifaða og talaða orðs. Sam­tök­in eiga ræt­ur í Bretlandi en tóku til starfa í Banda­ríkj­un­um árið 1922.

Frjáls tján­ing út í horn

Fyr­ir marga er aðgang­ur að kín­verska markaðinum mik­il­væg­ur og þar er kvik­myndaiðnaður­inn ekki und­an­skil­inn. For­senda þess að geta átt viðskipti inn­an landa­mæra Kína er að viðkom­andi felli sig við regl­ur stjórn­valda í Pek­ing, ekki síst strang­ar regl­ur rit­skoðunar. Á síðustu árum hafa for­ráðamenn kvik­myndaiðnaðar­ins lært leik­regl­urn­ar og stunda nú sjálfs­rit­skoðun. For­stjór­ar kvik­mynda­vera aðlaga hand­rit bíó­mynda – söguþráð, sam­töl og um­gjörð – að því sem þeir telja vera þókn­an­legt kín­verska komm­ún­ista­flokkn­um. Val á leik­ur­um má held­ur ekki styggja ráðamenn í Pek­ing.

Kvik­myndaiðnaður­inn í Hollywood hef­ur þannig sett frjálsa tján­ingu út í horn. Oft er full­trú­um kín­verskra rit­skoðara boðið í kvik­mynda­ver­in til að gefa ráð um hvernig standa skuli að verki til að tryggja að bíó­mynd kom­ist fyr­ir augu al­menn­ings í Kína.

Sjálfs­rit­skoðun kvik­myndaiðnaðar­ins – flótt­inn frá frjálsri tján­ingu – hef­ur að mestu farið fram í kyrrþey. Og það er mikið í húfi fyr­ir banda­rísk­an kvik­myndaiðnað.

Kín­verski markaður­inn er stærsti markaður kvik­mynda í heim­in­um. Á fyrsta árs­fjórðungi 2018 fór Kína fram úr Banda­ríkj­un­um í miðasölu kvik­mynda­húsa. Í áætl­un (gerð fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn) var því spáð að heild­ar­tekj­ur kvik­mynda­húsa verði um 15,5 millj­arðar dala árið 2023. Á sama tíma er bú­ist við að tekj­ur í Banda­ríkj­un­um verði um 11,4 millj­arðar. Upp­gang­ur í kín­verskri kvik­mynda­gerð og aukn­ar vin­sæld­ir hafa aukið þrýst­ing á Hollywood og leitt til sí­fellt meiri sjálfs­rit­skoðunar og opnað greiða leið fyr­ir rit­skoðun kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins.

Kysst á vönd­inn

Sá tími er liðinn þegar Hollywood skipaði sér á bekk með bar­áttu­fólki fyr­ir al­menn­um mann­rétt­ind­um í Kína. Drauma­smiðjan fram­leiðir ekki leng­ur mynd­ir líkt og Sjö ár í Tíbet með Brad Pitt í aðal­hlut­verki, Kund­un leik­stýrt af Mart­in Scorsese eða Red Corner þar sem Rich­ard Gere fór með aðal­hlut­verkið. Mynd­irn­ar eru ádeila á mann­rétt­inda­brot kín­verskra stjórn­valda, draga upp ógeðfellda mynd af lög­reglu­ríki og dóms­kerfi sem fram­fylg­ir aðeins stefnu stjórn­valda.

Eng­in þess­ara kvik­mynda var sýnd í Kína en á þeim tíma skipti það litlu. Árið 1997 var kín­verski markaður­inn svipaður og í Perú – hafði lít­il áhrif á af­komu kvik­mynda­ver­anna.

En fljótt skip­ast veður í lofti. Ári eft­ir að Kund­un var frum­sýnd átti Michael Ei­sner, for­stjóri Disney sem fram­leiddi mynd­ina, fund með Zhu Rongji, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Kína, til að ræða stækk­un­ar­áform fyr­ir­tæk­is­ins. Af því til­efni sagði Ei­sner um Kund­un: „Slæmu frétt­irn­ar eru þær að mynd­in var fram­leidd, góðu frétt­irn­ar eru þær að eng­inn horfði á hana.“ Og for­stjóri Disney lét ekki þar við sitja enda mikið und­ir, m.a. und­ir­bún­ing­ur að Disney World í Shang­hai. Hann bað kín­versk stjórn­völd af­sök­un­ar og lofaði að fyr­ir­tækið myndi ekk­ert gera í framtíðinni „sem móðgar vini okk­ar“.

Þræls­lund Hollywood gagn­vart kín­verska komm­ún­ista­flokkn­um birt­ist skýr­lega í yf­ir­lýs­ingu Jean-Jacqu­es Annaud, leik­stjóra Sjö ára í Tíbet, um að hann hefði aldrei stutt sjálf­stæðis­bar­áttu Tíbeta og aldrei átt sam­skipti við Dalai Lama. Leik­stjór­inn lýsti því hátíðlega yfir að úti­lokað væri að hann yrði vin­ur sjálf­stæðis­hetju og trú­ar­leiðtoga Tíbeta. Allt er gert til að forðast „svart­an lista“ yfir óæski­lega lista­menn með sjálf­stæðar skoðanir.

Í kred­itlista Mul­an, nýrr­ar kvik­mynd­ar Disney-sam­steyp­unn­ar (end­ur­gerð sam­nefndr­ar teikni­mynd­ar frá 1998), þakk­ar fram­leiðand­inn kín­verska áróðurs­ráðuneyt­inu og ör­ygg­is­lög­regl­unni í Xinjiang-héraði, þar sem mynd­in var tek­in upp að hluta, sér­stak­lega fyr­ir veitta aðstoð. Í héraðinu hef­ur yfir ein millj­ón Úig­úra verið send í fanga­búðir, sem stjórn­völd kalla aðlög­un­ar­búðir, og tug­ir þúsunda hafa verið send­ir brott til að vinna í verk­smiðjum víða í Kína. Of­sókn­ir gagn­vart Úig­úr­um – minni­hluta­hópi múslima – hafa staðið ára­tug­um sam­an þar sem mark­visst er stefnt að því að brjóta niður siði og venj­ur minni­hluta­hóps. Fanga­búðir og nauðung­ar­vinna – þrælk­un – eru létt­væg í hug­um þeirra sem stýra áhrifa­mestu list­grein heims.

Sál­in framseld

Ei­sner og Annaud eru ekki þeir einu í drauma­borg­inni sem kyssa rit­skoðun­ar­vönd kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins. Það gera flest­ir en á því eru sem bet­ur fer und­an­tekn­ing­ar. Qu­ent­in Tar­ant­ino lét ekki beygja sig. Rich­ard Gere er á svört­um lista og bann­færður í Kína – stuðning­ur við sjálf­stæðis­bar­áttu Tíbeta er ein stærsta synd sem nokk­ur listamaður get­ur drýgt í aug­um ráðamanna í Pek­ing.

Áhrif Pek­ing-stjórn­ar­inn­ar á kvik­mynda­gerð í Hollywood eru ekki einka­mál for­stjóra kvik­mynda­vera, leik­stjóra, leik­ara og hand­rits­höf­unda. Með sköp­un sinni hef­ur kvik­mynda­borg­in haft gríðarleg áhrif á menn­ingu og sam­fé­lög um all­an heim. Í þeim efn­um þekk­ir list­in eng­in landa­mæri. Hollywood nær til millj­arða manna sem standa í þeirri trú að í drauma­borg­inni ráði frjáls tján­ing för. Hafi drauma­borg­in Hollywood ein­hvern tíma átt sál, þá er hún búin að fram­selja hana til kín­verskra stjórn­valda í skipt­um fyr­ir aðgang að stærsta markaði heims.

Og með þessa staðreynd í huga verðum við sem elsk­um kvik­mynd­ir að fara í bíó.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. september 2020.