Húsnæðisvandi er samfélagsböl
'}}

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi:

Hús­næðis­skort­ur eru helstu búsifjar ungs fólks í Reykja­vík. Hús­næðis­skort­ur hækk­ar verð á hús­næði en sl. 5-7 ár hef­ur hækk­un á íbúðaverði og húsa­leigu í Reykja­vík verið meiri en um get­ur í marga ára­tugi. Hana ber að rekja til Aðal­skipu­lags Reykja­vík­ur sem samþykkt var árið 2013. Þar var þétt­ing byggðar auk­in úr 75% í ríf­lega 95%. Þar með var hætt að byggja á ódýru landsvæði borg­ar­inn­ar. Farið var að skipu­leggja all­ar ný­bygg­ing­ar á dýr­um lóðum í einka­eign eða eigu banka og sjóða. Þetta stöðvaði alla hús­næðis­upp­bygg­ingu í nokk­ur ár.

Bygg­ingakr­an­ar og íbúðaverð

Þegar loks risu bygg­ingakr­an­ar í Reykja­vík, reis íbúðaverðið í sömu hæðir: Lóðaverð marg­faldaðist sem hlut­fall af íbúðaverði og tí­faldaðist sums staðar. Samt þótti ekki nóg að gert. Nú er lagður nýr skatt­ur á íbúðirn­ar í boði borg­ar­stjórn­ar, svo­kallað innviðagjald, til að standa straum af því að eyðileggja sam­gönguæðar höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þessi skatt­ur hækk­ar íbúðaverð enn frek­ar.

Íbúðabyggð og flug­völl­ur

Reykja­vík­ur­borg ger­ir ráð fyr­ir að í borg­inni þurfi að byggja 1.000 nýj­ar íbúðir á ári hverju til 2040. Ef svo er, á hús­næðis­skort­ur eft­ir að stór­aukast á allra næstu árum ef ekk­ert verður að gert. Vinstri meiri­hlut­inn geng­ur enn út frá þeirri for­sendu að byggðar verði 4.000 íbúðir á allra næstu árum þar sem flug­vél­ar eru nú að hefja sig til flugs og lenda í Vatns­mýr­inni. Ekk­ert bend­ir til þess að þar rísi íbúðabyggð á næstu 10-15 árum þar sem ekk­ert ból­ar á nýju flug­vall­ar­stæði. Bygg­ing nýs flug­vall­ar er feiki­lega fjár­frek og tröllauk­in fram­kvæmd. Það er væg­ast sagt hæpið að ráðist verði í slíka fram­kvæmd á næstu árum eða ára­tug, þó ekki sé nema vegna þeirra þreng­inga sem kór­ónu­veir­an á eft­ir að valda, hér á landi og um all­an heim og sem ekki sér fyr­ir end­ann á.

Til­laga sjálf­stæðismanna

Af þess­um sök­um höf­um við sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn ákveðið að bera þar fram eft­ir­far­andi til­lögu: Borg­ar­stjórn samþykk­ir að gera breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar sem heim­il­ar íbúðabyggð í Keldna­land­inu ann­ars veg­ar, og í Örfiris­ey hins veg­ar. Sam­hliða þessu verði farið í að skipu­leggja at­vinnu­lóðir á Keld­um. Um­hverf­is- og skipu­lags­sviði verði falið að skila nán­ari út­færslu til skipu­lags- og sam­gönguráðs í síðasta lagi í lok októ­ber.

Upp­bygg­ing íbúðar­hús­næðis á þess­um svæðum er nær­tæk og skyn­sam­leg. Geta má þess að ein for­senda sam­göngusátt­mál­ans er skipu­lagn­ing Keldna­lands­ins. Auk þess er Keldna­landið haft í huga í lífs­kjara­samn­ing­un­um og til­lögu rík­is­ins um hús­næðis­upp­bygg­ingu fyr­ir alla.

Íbúðaupp­bygg­ing í Örfiris­ey er í fullu sam­ræmi við þétt­ingu byggðar og myndi draga úr bílaum­ferð vegna ná­lægðar við versl­un og þjón­ustu. At­vinnu­lóðir við Keld­ur munu hins veg­ar koma á jafn­vægi í borg­inni og minnka um­ferðarálagið til vest­urs yfir dag­inn.

Hús­næðis­skort­ur er sam­fé­lags­böl

Sú var tíð á síðustu öld að hús­næðis­skort­ur átti sinn þátt í ung­barnadauða, lungna­bólgu og mik­illi út­breiðslu berkla hér á landi. Sí­fellt fleiri fluttu af lands­byggðinni til Reykja­vík­ur, en heimskrepp­an og inn­flutn­ings­höft komu í veg fyr­ir að Reykja­vík gæti séð þessu aðkomu­fólki fyr­ir sóma­sam­legu hús­næði. Í lok síðari heims­styrj­ald­ar bjuggu þúsund­ir Reyk­vík­inga í kof­um og her­manna­brögg­um. Af þeim sök­um tóku ríki, borg og verka­lýðssam­tök á þess­um vanda með góðum ár­angri.

Nú lif­um við sem bet­ur fer á öðrum og betri tím­um hvað þetta varðar. Það breyt­ir samt ekki þeirri staðreynd að yf­ir­völd eiga aldrei að skapa, held­ur leysa hús­næðis­skort, því hann er ætíð al­var­legt sam­fé­lags­böl.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. september 2020.