Hverfisskipulag Breiðholts
'}}

Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi:

Um þess­ar mund­ir er hverf­is­skipu­lag Breiðholts til kynn­ing­ar. Hverfa­skipu­lagið er ígildi deili­skipu­lags og mun hafa í för með sér tölu­verðar breyt­ing­ar fyr­ir hverfið. Breiðholtið hef­ur mest­megn­is verið af­skipt af hálfu borg­ar­yf­ir­valda síðustu ár. Sumt í nýja hverf­is­skipu­lag­inu verður Breiðholt­inu til góðs þó annað sé gagn­rýni­vert og jafn­vel al­ger­lega van­hugsað. Íbúum í hverf­inu hef­ur fækkað um þúsund­ir síðustu ár, innviðum hef­ur ekki verið haldið við og lít­il sem eng­in upp­bygg­ing í hverf­inu hef­ur bitnað á gæðum hverf­is­ins. Þegar farið er í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi sem snert­ir þúsund­ir íbúa er mik­il­vægt að vinna málið í sátt og sam­lyndi við hverfið.

Sam­ráð?

Borg­in stær­ir sig af því að mikið sam­ráð hafi verið haft við íbúa hverf­is­ins við vinnu skipu­lags­ins. Ekki í fyrsta sinn en Reykja­vík­ur­borg hef­ur áður stært sig af miklu sam­ráði við íbúa borg­ar­inn­ar, stofn­an­ir og fleiri aðila. Hins veg­ar hef­ur komið á dag­inn að sá fer­ill hef­ur alltaf verið ein­hliða af hálfu borg­ar­inn­ar, þ.e.a.s. íbú­ar hvatt­ir til þess að taka þátt í umræðum og segja sína skoðun. Þegar niður­stöður sam­ráðsvett­vangs eru svo birt­ar, hef­ur ein­hliða stefna meiri­hluta flokk­anna í borg­inni verið það eina sem kynnt er og unnið eft­ir. Til eru ótal dæmi um þenn­an farsa síðustu ár. Þessi vinnu­brögð hafa ekki stuðlað að sátt um breyt­ing­ar á borg­ar­skipu­lag­inu síðustu ár.

Hand­bók Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga frá 2017 er ætlað að vera leiðbein­andi plagg fyr­ir sveit­ar­stjórn­ir í land­inu svo hægt sé að bæta sam­ráð við íbúa og auka já­kvæða þátt­töku þeirra í ákvörðun­ar­töku í nærsam­fé­lagi þeirra. Þar stend­ur meðal ann­ars: „ Áður en lagt er af stað í veg­ferðina þarf þó að vera al­veg ljóst að það sé ennþá svig­rúm til að hafa áhrif á ákvörðun­ina og sveit­ar­stjórn þarf að hafa raun­veru­leg­an áhuga á að hafa viðhorf íbúa til hliðsjón­ar. Mála­mynda­sam­ráð gref­ur und­an trausti íbúa á sveit­ar­stjórn­um og á aldrei rétt á sér. 

Þessi vinnu­brögð eru ein af mögu­leg­um ástæðum þess að borg­ar­stjórn mæl­ist ít­rekað með minnsta traust allra stofn­ana sam­kvæmt könn­un­um Gallup, eða aðeins 12%.

Já­kvæð upp­bygg­ing og fegr­un

Upp­bygg­ing hver­fiskjarn­anna í Breiðholti er þörf og á flest­um af þeim svæðum sem lagt er til að þétta byggð mun þétt­ing­in hafa já­kvæð áhrif á hverfið. Nýja skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir mik­illi upp­bygg­ingu lít­illa íbúða. Hins veg­ar er skort­ur á íbúðum í hverf­inu fyr­ir hjón og ein­stak­linga á miðjum aldri sem enn vilja búa í hverf­inu en þurfa til dæm­is að minnka við sig úr ein­býl­is­hús­um. Einnig er skort­ur á fjöl­skyldu­íbúðum fyr­ir ungt fólk með 2 til 4 börn. Stór hluti Breiðholts er byggður upp af litl­um íbúðum og stærri ein­býl­is­hús­um, því er ekki skort­ur á þeim í hverf­inu, frek­ar of­fram­boð.

Auk­inn íbúa­fjöldi og meiri þéttni íbúa ætti að ýta und­ir aukna þjón­ustu í hverf­inu sem hef­ur oft á tíðum átt erfitt með að þríf­ast til langs tíma. Til dæm­is má nefna hver­fiskjarna eins og í Rangár­seli, Arn­ar­bakka og Völvu­felli, auk kjarna í Iðufelli og Tinda­seli. Einnig eru spenn­andi hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu stúd­enta­í­búða í hverf­inu. Hins veg­ar hafa stúd­ent­ar í gegn­um tíðina sóst meira eft­ir bú­setu í nærum­hverfi há­skóla­sam­fé­lags­ins en í útjaðri borg­ar­inn­ar.

Vegna af­skipta­leys­is borg­ar­yf­ir­valda síðustu ár er þörf á átaki í viðhaldi og fegr­un hverf­is­ins. Hverfið, eins og mörg önn­ur út­hverfi borg­ar­inn­ar, hef­ur verið illa hirt og viðhaldi á grunnstoðum sam­fé­lags­ins verið veru­lega ábóta­vant svo ekki sé sterk­ar að orði kveðið. Borg­in gæti t.a.m. skoðað þann kost að bjóða hús­fé­lög­um og hús­fé­lagsein­ing­um upp á sam­tal og sam­ráð um fegr­un stórra svæða í um­sjá hús­fé­lagsein­inga. Þannig gæti borg­in verið ráðgef­andi aðili íbúa hverf­is­ins í að fegra og byggja upp svæði sem lengi hafa verið lát­in af­skipt. Sam­spil íbúa og borg­ar­inn­ar væri því lyk­ill í já­kvæðri upp­bygg­ingu og fegr­un hverf­is­ins.

Gagn­rýni­vert

Þegar farið er í upp­bygg­ingu í grón­um hverf­um borg­ar­inn­ar er ákveðin hætta á að gengið sé á mik­il­væg svæði. Skipu­lags­drög­um að nýju hverf­is­skipu­lagi hlýt­ur að verða breytt til að halda í svæði eins og Bakka­tún. Svæðið er mik­il­vægt í hverf­inu en þar var t.d. fjöl­skyldu­hátíð hald­in 17. júní síðastliðinn. Einnig ætl­ar borg­in sér að út­rýma öll­um stór­bíla­stæðum í hverf­inu án nokk­urr­ar ástæðu. Þar þarf að finna lausn hið fyrsta.

Skipu­lagið set­ur sam­göngusátt­mál­ann í hættu

Ein af áhuga­verðustu hug­mynd­um hverfa­skipu­lags­ins er Vetr­arg­arður við skíðabrekk­una ofan við Jafna­sel. Hug­mynd­in er hugsuð sem skíðabrekka fyr­ir skóla­börn og ungt fólk árið um kring. Hins veg­ar eru þær skipu­lags­hug­mynd­ir van­hugsaðar því þær stang­ast á við Sam­göngusátt­mál­ann sem Reykja­vík­ur­borg und­ir­ritaði ásamt öðrum sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins. Verði nú­ver­andi skipu­lag að veru­leika kem­ur það að öll­um lík­ind­um í veg fyr­ir lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar. Það set­ur sátt­mál­ann í upp­nám og óljóst hvað önn­ur sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu ákveða að gera brjóti Reykja­vík­ur­borg Sam­göngusátt­mál­ann. Fórn­ar­kostnaður yrði mjög mik­ill verði ekki fund­in lausn á mál­inu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. ágúst 2020.