Enn veitir borgin afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks
'}}

Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi:

Fyr­ir ári lagði und­ir­ritaður fram til­lögu í aðgeng­is- og sam­ráðsnefnd í mál­efn­um fatlaðs fólks í Reykja­vík þess efn­is að mótuð yrði um­gjörð um skrán­ing­ar und­anþágu­beiðna og veitt­ar und­anþágur vegna aðgeng­is fatlaðs fólks. Þannig væri hægt hafa betri yf­ir­sýn yfir þau húsa­kynni sem eru óaðgengi­leg fyr­ir hreyfi­hamlaða. Til­lag­an hlaut ein­róma samþykki í nefnd­inni.

Í gegn­um tíðina hef­ur verið ómögu­legt að sækja upp­lýs­ing­ar um skráðar und­anþágur sem borg­in hef­ur veitt, á hvaða for­send­um þær eru gefn­ar út og hvaða vinnu­regl­ur gilda um störf bygg­ing­ar­full­trúa sem fer með þessi mál. Því var fyr­ir­spurn lögð fram til bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík. Svör­in sem feng­ust gáfu til kynna að ekk­ert eft­ir­lit væri haft með veit­ingu und­anþága en í svar­inu stóð orðrétt: „Vegna alls þessa fjölda mála yrði það mjög tíma­frek vinna að fara í gegn­um öll skjöl og finna út úr því sér­stak­lega hvar gef­in hef­ur verið und­anþága, en er­indi og samþykkt­ir þar sem þannig hátt­ar eru ekki skráð sér­stak­lega í gagna­grunn embætt­is bygg­ing­ar­full­trúa.“ Svör­in við fyr­ir­spurn­inni gáfu því fullt til­efni til þess að setja málið á dag­skrá.

Hvað svo?

Þrátt fyr­ir ein­róma samþykki til­lög­unn­ar fyr­ir ári hef­ur eng­in breyt­ing orðið á skrán­ingu und­anþága hjá borg­inni, hvorki á und­anþágu­beiðnum né und­anþágu­veit­ing­um. Eðli­legt er að velta því fyr­ir sér hver sé raun­veru­lega ástæðan fyr­ir því. Er áhugi borg­ar­yf­ir­valda ekki nægi­lega mik­ill til þess að bæta ut­an­um­hald og skrán­ing­ar? Þurfa mál­efni fatlaðs fólks alltaf að mæta af­gangi?

Sjálf­sögð mann­rétt­indi

Án tölu­legra upp­lýs­inga er ekki hægt að fá heild­ar­sýn yfir þann fjölda und­anþága sem veitt­ur er. Á meðan ekki er haldið utan um fjölda und­anþágu­veit­inga vegna aðgeng­is­mála er staðan því óljós. Aðgengi fatlaðra eru sjálf­sögð mann­rétt­indi en án eft­ir­lits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa af­slátt af mann­rétt­ind­um fatlaðs fólks.

Samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks tók gildi á Íslandi í sept­em­ber 2016. Þar er kveðið á um aðgeng­is­mál og seg­ir meðal ann­ars í 9. grein samn­ings­ins að gera þurfi „...viðeig­andi ráðstaf­an­ir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálf­stæðu lífi og taka full­an þátt í mann­líf­inu á öll­um sviðum, þ.e. ráðstaf­an­ir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efn­is­lega um­hverfi...“

Mæl­an­leg mark­mið

Sveit­ar­fé­lög­in fara með skipu­lags­valdið í land­inu. Þannig eru aðgeng­is­mál nær alltaf á ábyrgð þeirra. Mik­il­vægt er að halda vel utan um alla mála­flokka sem tengj­ast rétt­inda­bar­áttu fatlaðs fólks. Hlut­verk aðgeng­is­nefnd­ar­inn­ar er meðal ann­ars að fara með stefnu­mark­andi hlut­verk fyr­ir önn­ur fagráð borg­ar­inn­ar í tengsl­um við aðgeng­is­mál og mála­flokk fatlaðs fólks. Ásamt því að fara með eft­ir­lit með aðgeng­is­mál­um í borg­ar­land­inu.

Það er með öllu ólíðandi að ekki sé haldið utan um þessi gögn hjá borg­inni. Áríðandi er að setja fram mæl­an­leg mark­mið sem færa okk­ur nær því að þróa Reykja­vík­ur­borg í átt til betri veg­ar í aðgeng­is­mál­um. Við verðum að gera bet­ur og bæta verklag.

Reykja­vík­ur­borg biður Alþingi að skerða rétt fatlaðra

Þrátt fyr­ir ára­langa bar­áttu fyr­ir bættri um­gjörð utan um aðgeng­is­mál vill Reykja­vík­ur­borg banna akst­ur P-merktra bíla á göngu­göt­um. Áralöng bar­átta fatlaðs fólks fyr­ir því að geta keyrt P-merkta bíla skilaði loks ár­angri þegar nýju um­ferðarlög­in tóku gildi í byrj­un árs 2020. Þar seg­ir: „Um­ferð vél­knú­inna öku­tækja um göngu­götu er óheim­il. Þó er um­ferð vél­knú­inna öku­tækja akst­ursþjón­ustu fatlaðra, hand­hafa stæðiskorta fyr­ir hreyfi­hamlaða ... heim­il...“ Á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs hinn 3. júní 2020 var hins veg­ar lagt fram minn­is­blað Reykja­vík­ur­borg­ar vegna um­ferðarlag­anna þar sem Reykja­vík­ur­borg ósk­ar eft­ir því að það verði í hönd­um sveit­ar­fé­lags­ins hvort und­anþágur verði veitt­ar frá banni við að aka vél­knún­um öku­tækj­um á göngu­götu. Ef Alþingi verður við ósk­um Reykja­vík­ur­borg­ar yrði strax í kjöl­far skamm­vinns sig­urs tekið skref aft­ur á bak í ára­langri bar­áttu fatlaðs fólks fyr­ir bættu aðgengi.

Verði öll áform meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar um göngu­göt­ur að veru­leika verður veg­arkafl­inn frá Hlemmi niður á Lækj­ar­torg lokaður og gat­an þar með gerð að einni lengstu göngu­götu í Evr­ópu. Auðsýnt er að hætta á að aðgengi hreyfi­hamlaðra verður veru­lega skert í miðborg Reykja­vík­ur.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. júní 2020.