Hvar eru góðu fréttirnar?
'}}

Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis:

Góðar og gleðileg­ar frétt­ir eru yf­ir­leitt ekki í for­gangi hjá fjöl­miðlum. Hið af­brigðilega og nei­kvæða vek­ur meiri at­hygli, ekki aðeins fjöl­miðla held­ur okk­ar allra. Slys, nátt­úru­ham­far­ir, svik, morð og aðrir glæp­ir eru efniviður í góða fyr­ir­sögn og snarpa og áhrifa­ríka frétt í sjón­varpi. Frá­sögn af ungu lífs­glöðu fólki sem skar­ar fram úr í námi og starfi týn­ist í flóði annarra frétta. Frétt um konu sem ver öll­um sín­um frí­tíma og gott bet­ur til að aðstoða þá sem standa höll­um fæti kemst ekki í yf­ir­lit yfir helstu frétt­ir eða á forsíðu dag­blaðs. Ef frétt­in er á annað borð sögð er hún líkt og til upp­fyll­ing­ar, ekki síst í gúrkutíð.

Þor­björn Brodda­son, pró­fess­or emer­it­us í fé­lags­fræði við HÍ, svaraði spurn­ing­unni um hvað væri frétt á Vís­inda­vefn­um árið 2000 og sagði meðal ann­ars:

„Ná­læg­ir at­b­urðir verða frek­ar frétta­efni en fjar­læg­ir; rík­ar þjóðir verða frek­ar frétta­efni en fá­tæk­ar; ein­stak­ling­ar verða frek­ar frétta­efni en mál­efni; nei­kvæðir at­b­urðir verða frek­ar frétta­efni en já­kvæðir at­b­urðir.“

Á síðustu vik­um hafa varla aðrar frétt­ir kom­ist að hjá fjöl­miðlum – ekki aðeins hér á landi held­ur um all­an heim – en frá­sagn­ir af Covid-19-far­aldr­in­um. Frétt­ir um fjölda sýktra og lát­inna eru stöðugt upp­færðar. Mynd­in sem dreg­in er upp er dökk. Víða eru sjúkra­hús full, skort­ur er á súr­efn­is­vél­um og gríðarlegt álag er á heil­brigðis­starfs­fólki. Í flest­um lönd­um er sam­komu­bann og víða út­göngu­bann.

Efna­hags­leg­ar þreng­ing­ar

Slökkt hef­ur verið á flest­um vél­um efna­hags­lífs­ins eða þær sett­ar í hæga­gang til að verj­ast al­var­legri heil­brigðisógn. Líf og heilsa al­menn­ings hef­ur þannig verið sett í for­gang en efna­hags­leg gæði sett til hliðar.

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) reikn­ar með að sam­drátt­ur efna­hags­lífs heims­ins verði um 3% á þessu ári. Flest lönd heims þurfa að glíma við sam­drátt – sum veru­leg­an. Kan­ada, Banda­rík­in, Þýska­land, Frakk­land, Ítal­ía, Bret­land og Jap­an horfa fram á 5-10% sam­drátt á þessu ári. Hér á Íslandi er ástæða til að ótt­ast að sam­drátt­ur­inn geti orðið meiri. Í Kína verður hag­vöxt­ur hverf­andi í fyrsta skipti í ára­tugi.

Ein af­leiðing efna­hags­sam­drátt­ar er víðtækt at­vinnu­leysi líkt og við Íslend­ing­ar höf­um fengið að kynn­ast. Aðrar þjóðir glíma við jafn­vel enn al­var­legri stöðu.

Hluta­bréfa­markaðir hafa verið í frjálsu falli. Lækk­un Dow Jo­nes- og FTSE-hluta­bréfa­vísi­talna hef­ur ekki verið meiri á fyrsta árs­fjórðungi árs frá 1987. Frá lok­um mars hafa hluta­bréf hins veg­ar rétt aðeins úr kútn­um, eft­ir um­fangs­mikl­ar aðgerðir þjóða heims í pen­inga- og rík­is­fjár­mál­um. En lækk­un­in á ár­inu er enn mik­il. Þegar þetta er skrifað hef­ur Dow Jo­nes (New York) lækkað um nær 25% frá upp­hafi árs, FTSE (London) um liðlega 18% og Nikk­ei (Tókýó) um 15%. Tugþúsunda millj­arða verðmæti hafa gufað upp.

En það eru und­an­tekn­ing­ar. Verð hluta­bréfa í tæknifyr­ir­tæk­inu Zoom hef­ur rokið upp eft­ir því sem fleiri reiða sig á fjar­funda­búnað fyr­ir­tæk­is­ins. Hluta­bréf fyr­ir­tæk­is­ins hafa hækkað um 130% það sem af er ár­inu. Þeir sem keyptu hlut í Amazon geta einnig unað sátt­ir við sitt. Bréf­in hafa hækkað um 27%. Hlut­haf­ar Net­flix hafa notið nær 29% hækk­un­ar. Þannig er um verð hluta­bréfa í fleiri tækni-, afþrey­ing­ar- og net­versl­un­ar­fyr­ir­tækj­um.

Hið sama verður ekki sagt um fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu. Flug­fé­lög um all­an heim berj­ast í bökk­um og sum hafa þegar siglt í þrot. Hót­el standa auð í helstu stór­borg­um heims, veit­ingastaðir eru lokaðir eða hálf­tóm­ir. Yfir 100 lönd heims hafa gripið til víðtækra ferðatak­mark­ana í bar­átt­unni við kór­ónu­vírus­inn. Eng­inn treyst­ir sér til að segja fyr­ir um hvenær ástandið verður eðli­legt. Þeir bjart­sýnu segja síðar á ár­inu en þeir svart­sýnu að það taki nokk­ur ár og að þá verði heim­ur­inn gjör­breytt­ur.

Rík­is­stjórn­ir hafa gripið til um­fangs­mik­illa aðgerða til að aðstoða flug­fé­lög sem berj­ast í bökk­um. Íslensk stjórn­völd standa frammi fyr­ir mik­illi áskor­un við að tryggja lífs­nauðsyn­leg­ar flug­sam­göng­ur við önn­ur lönd. Fáar þjóðir eru háðari flugi en við Íslend­ing­ar.

Flug­véla­fram­leiðend­ur eiga einnig erfitt. For­stjóri Air­bus-flug­véla­fram­leiðend­ans hef­ur lýst því yfir að fyr­ir­tækið blæði – fjár­mun­ir brenni upp í ta­prekstri. Hann hef­ur varað við víðtæk­um upp­sögn­um. Keppi­naut­ur­inn er í svipaðri stöðu, þótt Boeing hafi einnig lengi glímt við al­var­lega erfiðleika vegna galla í MAX-vél­um.

Eft­ir­spurn eft­ir olíu hef­ur hrunið sam­hliða löm­um viðskipta­hag­kerf­is­ins. Brent-hrá­ol­ía hef­ur ekki verið lægri í 18 ár. Í fyrsta skipti í sög­unni var verð á olíu í Banda­ríkj­un­um nei­kvætt – fram­leiðend­ur greiddu fyr­ir að losna við birgðir.

Góðar frétt­ir

Mitt í holskeflu vondra frétta af hættu­leg­um far­aldri og efna­hags­leg­um þreng­ing­um glitt­ir í já­kvæðar og hjart­næm­ar frétt­ir. Eitt­hvað seg­ir mér að eft­ir­spurn eft­ir slík­um frétt­um sé að aukast – þorsti okk­ar eft­ir hinu upp­byggi­lega er meiri en áður, kannski vegna þess að hið já­kvæða er næst­um orðið af­brigðilegt.

Á morg­un (30. apríl) fagn­ar Tom Moore, fyrr­ver­andi kap­teinn í breska hern­um í síðari heims­styrj­öld­inni, ald­araf­mæli sínu. Tom ein­setti sér að safna eitt þúsund pund­um til að styrkja breska heil­brigðis­kerfið (NHS) með dag­leg­um göngu­túr­um í garðinum sín­um. Með því vildi hann þakka heil­brigðis­starfs­fólki fyr­ir sitt fram­lag. Með göngugrind­ina sér til stuðnings og heiðurs­merki úr stríðinu í barm­in­um hef­ur Tom labbað hring um garðinn sinn á hverj­um degi. Á inn­an við sól­ar­hring var hann bú­inn að ná tak­marki sínu og með heill­andi fram­komu og staðföst­um vilja fangaði hann hjörtu bresku þjóðar­inn­ar. Þegar þetta er skrifað hef­ur Tom safnað um 29 millj­ón­um punda – um 5,2 millj­örðum króna – til styrkt­ar heil­brigðis­kerf­inu. Skila­boð Toms til allra þeirra sem eiga erfitt nú um stund­ir eru ein­föld: „Sól­in mun skína á þig aft­ur þegar ský­in hverfa.“

Hér heima hef­ur starfs­fólk heil­brigðis­kerf­is­ins unnið þrek­virki. Og í ljós hef­ur komið (þvert á stöðugar frétt­ir á síðustu árum um annað) að ís­lenska heil­brigðis­kerfið er eitt það besta í heim­in­um. Árang­ur gjör­gæslumeðferðar við Covid-19 er ekki aðeins betri en von­ir stóðu til held­ur með því allra besta sem ger­ist í heim­in­um. Frétt um þetta á mbl.is virðist því miður ekki hafa vakið mikla at­hygli.

Þegar ég var að al­ast upp var Mogg­inn, líkt og nú, ómiss­andi hluti til­ver­unn­ar. Baksíðan skipti þar mestu enda lögð und­ir stærstu inn­lendu frétt­irn­ar. Forsíðan var með er­lend­um frétt­um. Þess vegna las ég Mogg­ann aft­urá­bak. Mörg ár eru síðan er­lend­ar frétt­ir ein­okuðu forsíðu blaðsins. Inn­lend­ar frétt­ir eru í for­gangi. Baksíðan er lögð und­ir frá­sagn­ir af fólki, skemmti­legu fólki, ungu og gömlu, lífs­glöðu fólki. Í gær var viðtal við Sigrúnu Huldu Jóns­dótt­ur, skóla­stjóra Heilsu­leik­skól­ans Urðar­hóls í Kópa­vogi. Þar er verið að und­ir­búa komu hænsna og rauðorma. „Við ætl­um að nýta líf­ræn­an úr­gang hjá okk­ur sem fóður fyr­ir hæn­ur og orma, en skepn­urn­ar gefa okk­ur í staðinn áburð og egg. Þannig fræðum við börn­in um hringrás og sjálf­bærni nátt­úr­unn­ar,“ sagði Sigrún Hulda í sam­tali við Mogg­ann. Mynd­ir af lífs­glöðum leik­skóla­börn­um sem greini­lega nutu veður­blíðunn­ar lífguðu upp á frétt­ina og léttu lund les­and­ans.

Lík­lega er best að ég taki upp fyrri hætti og lesi Mogg­ann aft­ur á bak.

Greinin var birt fyrst í Morgunblaðinu 29. apríl 2020.