Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 11:30 í dag í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar munu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta efnahagslegum áhrifum af kórónuveirunni.