Þjóðaröryggi höfuðskylda stjórnvalda
'}}

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður:

Hug­takið og hug­mynd­in um þjóðarör­yggi hef­ur jafn­an verið sveipað nei­kvæðri merk­ingu vegna hug­renn­inga­tengsla við hernaðar­upp­bygg­ingu, varn­ir gegn hryðju­verk­um og hvers kyns vernd gegn hernaðar­árás­um á ríki. Hug­takið er um leið ná­tengt hug­tak­inu um full­veldi ríkja, þ.e. rétt þeirra til að halda uppi stjórn á til­teknu landsvæði og viður­kenn­ingu annarra ríkja á þessu valdi. Ísland hef­ur sem þátt­tak­andi í alþjóðasam­fé­lagi rétt til þess að tryggja ör­yggi og efla varn­ir sín­ar gagn­vart ógn­un­um sem hugs­an­lega gætu steðjað að borg­ur­un­um, efna­hags­lífi og lyk­il­stofn­un­um. Á síðustu árum hef­ur orðið viss stefnu­breyt­ing í skýr­ingu á hug­tak­inu „þjóðarör­yggi“. Í stað hug­leiðinga um hernaðarbrölt snýr hug­takið nú frem­ur að rétti ríkja til þess að tryggja borg­ur­un­um ör­yggi, sjálf­bærni og hag­sæld til upp­bygg­ing­ar og fram­fara í land­inu.

Hvernig verður það gert?

Vet­ur­inn hef­ur verið erfiður fyr­ir marga íbúa lands­byggðar­inn­ar. Langvar­andi raf­magns­leysi sem skall á í fár­viðrinu 10. og 11. des­em­ber var for­dæma­laust. Í langvar­andi raf­magns­leysi reyn­ir á vara­afl og eft­ir að vara­afl þrýt­ur stöðvast al­menn fjar­skiptaþjón­usta. Viðbrögð íbúa á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti, for­svars­manna lyk­il­stofn­ana og stjórn­mála­manna staðfesta að fjöl­marg­ir þætt­ir í ör­yggis­kerfi okk­ar brugðust. Veik­leik­ar raf­orku­flutn­ings­kerf­is­ins okk­ar hafa verið af­hjúpaðir, veik­leik­ar sem Landsnet hef­ur reynd­ar bent á árum sam­an.

Hlut­verk Landsnets er að tryggja hag­kvæma upp­bygg­ingu og rekst­ur raf­orku­kerf­is­ins. Landsnet hef­ur hins veg­ar ekki getað fylgt eft­ir áætl­un­um sín­um um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is­ins í mörg ár, m.a. vegna þess að reglu­verkið er flókið og óskil­virkt og vegna marg­slung­inna deilna sem ein­ung­is lög­menn virðast hagn­ast á. Ekki er þó lausn­in á þeim vanda að líta ein­ung­is til lagn­ing­ar jarðstrengja, þar sem ein­ung­is má koma um 10% af rúm­lega 1.000 km af 132 kV nú­ver­andi loftlínu í jörðu. Þá er ein­ung­is sá mögu­leiki að koma 5% af heild­ar­lengd nýrr­ar 220 kV byggðalínu í jörðu.

Skyld­ur ríkja að tryggja þjóðarör­yggi

Í kjöl­far óveðurs­ins 10. og 11. des­em­ber 2019 skipaði rík­is­stjórn­in sér­stak­an átaks­hóp um úr­bæt­ur á innviðum. Hópn­um er ætlað að meta hvaða aðgerðir séu fær­ar til að efla innviði í flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku og fjar­skipt­um svo hægt sé að tak­ast á við öfga­full­ar aðstæður, s.s. ofsa­veður eða aðrar nátt­úru­ham­far­ir. Það verður því áhuga­vert að sjá hvers kon­ar til­lög­um átaks­hóp­ur­inn skil­ar.

Brýnt er þó að hafa í huga að það er skylda rík­is­ins að tryggja þjóðarör­yggi. Þings­álykt­un um þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland sem samþykkt var á Alþingi 13. apríl 2016 er að mínu mati ekki nógu ít­ar­leg hvað varðar grunn­innviði okk­ar, þ.e. sam­göng­ur, raf­orku- og fjar­skipta­kerfi. Ég hef því óskað eft­ir skýrslu stjórn­valda um stöðu þess­ara mála en ná­grann­ar okk­ar, t.d. Norðmenn, Sví­ar og Finn­ar, hafa mótað yf­ir­grips­mikl­ar stefn­ur um alla þætti þjóðfé­laga sinna með til­liti til ör­ygg­is, viðbúnaðar og viðbragðsgetu.

For­gangsraða þarf í kerf­inu þannig að þjóðarör­yggi og ör­yggi fjöld­ans vegi þyngra en hags­mun­ir fárra. Það ger­um við með styrk­ingu flutn­ings- og dreif­kerf­is raf­orku á land­inu öllu, ör­yggi fjar­skipta og grein­ingu sam­fé­lags­legra innviða út frá þjóðarör­yggi lands­ins og sam­fé­lags­ins alls með það að mark­miði að tryggja ör­yggi, sjálf­bærni og hag­sæld Íslands.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar 2020.