Vel heppnað jólaball Hvatar
'}}

Andi jólaaðventunnar sveif yfir vötnum í Valhöll sunnudaginn 8. desember þegar Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hélt sitt árlega jólaball.

Börn og foreldrar dönsuðu í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Illuga Gunnarssonar fyrrverandi menntamálaráðherra, jólasveinninn mætti og með glaðning fyrir börnin og gestir gæddu sér á heitu súkkulaði og léttum vetingum. Allur ágóði af samkomunni rann óskertur til Mæðrastyrksnefndar.