Reykjavíkurþing Varðar verður haldið í Valhöll dagana 18. og 19. október næstkomandi.
Um er að ræða stefnumótandi málefnaþing þar sem mótuð verður framtíðarsýn í fjórum mismunandi málaflokkum tengdum borgarpólitíkinni, þ.e. skóla- og frístundamál, velferðarmál, umhverfis- og skipulagsmál og framtíðarborgin Reykjavík.
Setning Reykjavíkurþingsins hefst klukkan 17:00 á föstudaginn og verður hún opin öllu sjálfstæðisfólki í Reykjavík.
Dagskrá þingsins, sjá hér.
Skráning og greiðsla á þingið, sjá hér.
Málefnastarf
Hópastarfið skiptist í fjóra hluta. Hverjum hóp er stjórnað af hópstjóra og ritara. Þegar vinnufundur hefst skipta fundarmenn sér upp í litla vinnuhópa 4-6, þar kjósa þeir einn ritara fyrir hvern hóp sem tekur niður hugmyndir og niðurstöður hópsins.
Unnið verður i litlum hópum þar sem þátttakendur vinna við að svara einni megin spurningu á klukkustund. Miðað er við að vinna í hópum taki um 3 klst. Teknar eru saman niðurstöður hvers hóps fyrir sig og þeim skilað til ritara og hópstjóra hópsins. Niðurstöður málefnanefndanna verða svo kynntar í stóra sal, af hópstjóra, og afhendar oddvita borgarstjórnarhópsins til vinnslu áfram. Miðað er við að unnið sé að framtíðarsýn fyrir Reykjavík.
Glærur fyrir málefnahópana má nálgast hér fyrir neðan: