Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson ritari Sjálfstæðisflokksins og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sóttu í vikunni landsfund breska Íhaldsflokksins í Manchester.
Í dag hlýddu þau á ræðu Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga breska Íhaldsflokksins.
Áður áttu þeir nokkra tvíhliða fundi, m.a. með James Cleverly ráðherra í bresku ríkisstjórninni og formanni breska Íhaldsflokksins, Christopher Pincher ráðherra málefna Evrópu og Ameríku í bresku ríkisstjórninni og Alec Shelbrooke þingmanni og einum af varaformönnum breska Íhaldsflokksins.
Meðal þess sem rætt var á tvíhliða fundunum var Brexit og hugsanlegar leiðir til að leysa þá stöðu sem upp er komin, stjórnmálasamband og viðskipti landanna tveggja, þróun efnahagsmála í Bretlandi í kjölfar Brexit, áhersla á gerð fríverslunarsamninga hverfi landið úr ESBð, líkur á kosningum fljótlega og hver séu líkleg átakamál hennar.