Golfmót LS
'}}

Skráning er hafin á golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna sem fram fer fimmtudaginn 22. ágúst á Hamarsvelli í Borgarnesi. Líkt og fyrri ár mun Ragnhildur Sigurðardóttir, golfkennari og fyrrverandi landsliðskona, stýra mótinu. Skráning á mótið fer fram á golf.is (https://mitt.golf.is/#/motaskra/info/27567/information/). Við hvetjum ykkur til að skrá og greiða þátttökugjald sem fyrst þar sem góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og færri hafa komist að en hafa viljað. Skráningu lýkur 19. ágúst.

Til þess að skráning sé gild þarf að greiða mótsgjald að upphæð 10.000 kr. inn á reikning Landssambands sjálfstæðisvenna og tekur skráning mið af greiðsluröð. Reikningsnúmer: 0334-26-002150 kt: 571078-0159. Innifalið í mótsgjaldi er vallargjald, léttur kvöldverður og rútuferð. Ef forföll verða eftir að skráningu lýkur verður 50% mótsgjald endurgreitt.

Fyrirkomulag

Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut á fimmtudagsmorgun og er mæting klukkan 10.00. Mótið hefst kl. 13.00 og verður ræst á öllum teigum. Leikið verður í tveimur flokkum, forgjöf 0-24,9 og fjörgjöf 25-36, og eru glæsilegir vinningar í boði í báðum flokkum auk verðlauna fyrir höggleik, nándarverðlaun, Sjálfstæðissleggjuna og Fugladrottningu LS.

Að loknu spili verður komið saman á Hótel Hamri þar sem verðlaunaaafhending fer fram og léttur kvöldverður framreiddur. Sérstakur heiðursgestur kvöldsins er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Rútuferðir verða heim að dagskrá lokinni.

Bestu kveðjur frá golfnefnd LS,

Elsa Dóra, Gauja, Herdís Anna, Nanna, Petrea og Sólveig