Forsenda framfara
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

 

Sterkt at­vinnu­líf og öfl­ug­ar út­flutn­ings­grein­ar eru und­ir­staða ís­lensks sam­fé­lags og þeirr­ar vel­ferðar sem við búum við. Verk­efni stjórn­mála­manna á hverj­um tíma er að ákveða með hvaða hætti við rek­um sam­fé­lagið okk­ar með það fyr­ir aug­um að bæta lífs­kjör og auka verðmæta­sköp­un. Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins í þeim efn­um er að búa svo um hnút­ana að hið op­in­bera standi ekki í vegi hug­mynda­auðgi og fram­taks­semi ein­stak­linga sem vilja láta að sér kveða.

At­vinnu­lífið er for­senda þess að hægt sé að bjóða upp á fyrsta flokks grunnþjón­ustu á Íslandi. Litlu og meðal­stóru fyr­ir­tæk­in eru í því sam­hengi jafn mik­il­væg þeim stóru. Öll byggja þau á frum­kvöðlum sem svo skapa bæði störf og verðmæti. Þannig verður grunn­ur sam­fé­lags­ins til.

Okk­ur hætt­ir oft til þess, þegar við hugs­um og töl­um um at­vinnu­lífið, að beina sjón­um að stóru fyr­ir­tækj­un­um, en staðreynd­in er sú að lít­il og ör­fyr­ir­tæki eru lífæð at­vinnu­lífs­ins. Þau eru 95% launa­greiðenda, og tæp­ur helm­ing­ur heild­ar­launa sem fyr­ir­tæki greiða á Íslandi er greidd­ur til starfs­manna þess­ara fyr­ir­tækja.

Til er fólk sem tel­ur að öll af­skipti rík­is­ins séu af hinu góða; hærri skatt­ar og íþyngj­andi regl­ur. Sama fólk tel­ur gjarn­an að um­fangs­mik­il af­skipti rík­is­ins á sam­keppn­ismarkaði séu æski­leg, hvort sem um ræðir fjöl­miðlarekst­ur, póst­send­ing­ar eða áfeng­is­sölu. Staðreynd­in er hins veg­ar sú að slíkt fyr­ir­komu­lag stend­ur eðli­leg­um fram­förum fyr­ir þrif­um.

Þá er líka til fólk sem má ekki til þess hugsa að fyr­ir­tæki skili hagnaði eða arði til eig­enda sinna. Arður er í þeirra huga skamm­ar­yrði. Op­in­ber umræða ber oft þann keim að arðgreiðslur séu af hinu illa og skerði hag launa­fólks. Það er ein­fald­lega rangt. Af­leiðing­ar þess að fyr­ir­tæki skili ekki hagnaði eru að for­send­ur rekst­urs­ins bresta. Þá miss­ir fólk vinn­una og all­ir tapa. Hagnaður og arðgreiðslur eru sam­fé­lag­inu til góðs og grunn­for­senda heil­brigðs at­vinnu­lífs og markaðar.

Rík­is­valdið er ekki grunn­ur­inn að góðu og heil­brigðu sam­fé­lagi. Það sem skil­ar ár­angri, bættu sam­fé­lagi og auk­inni hag­sæld er at­vinnu­lífið. Við styrkj­um það með því að minnka skatt­byrði, ein­falda reglu­verk, hvetja fleiri í iðn- og verk­nám og fjár­festa í ný­sköp­un og tækniþróun, svo nokkuð sé nefnt. Þannig verður til sam­fé­lag þar sem all­ir hafa tæki­færi, þar sem aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu er framúrsk­ar­andi, mennta­kerfið fjöl­breytt og sveigj­an­legt, sam­göng­ur góðar og lög­gæsla öfl­ug.

Gildi Sjálf­stæðis­flokks­ins snú­ast í meg­in­drátt­um um frjáls viðskipti, minna rík­is­vald, lægri skatta, frelsi ein­stak­lings­ins og öfl­ugt at­vinnu­líf. Með skref­um í átt til frels­is höld­um við áfram að búa til gott sam­fé­lag þar sem all­ir hafa skil­yrði og tæki­færi til að at­hafna sig og vera sinn­ar eig­in gæfu smiðir. Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins er for­senda fram­fara í land­inu.

Greinin „Forsenda framfara" birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2019.