Mótsagnir meirihlutans í málefnum Elliðaárdalsins
'}}

Egil Þór Jónsson borgarfulltrúi skrifar: 

Í síðustu viku héldu þau Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra blaðamanna­fund um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Elliðaár­dal­ur­inn varð fyr­ir vali ráðherr­anna. Rétt er að velta því upp hvort staðsetn­ing­in hafi verið hrein til­vilj­un eða hvort ráðherr­arn­ir hafi jafn­vel verið að senda odd­vita Vinstri-grænna í borg­ar­stjórn skila­boð und­ir rós. Það vakti furðu mína að þau skyldu kynna þess­ar metnaðarfullu aðgerðir ein­mitt á þess­um stað í Reykja­vík. Þá sér­stak­lega í ljósi þess að tveim­ur dög­um síðar samþykkti meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar deili­skipu­lag upp á tæpa 43 þúsund fer­metra í daln­um sem Um­hverf­is­stofn­un, und­ir­stofn­un um­hverf­is­ráðherra, hafði gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við.

Að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar mun of­an­greind áætl­un yf­ir­taka stór­an hluta af úti­vist­ar­svæði sem nú er fyr­ir al­menn­ing og þrengja að vatna­sviði Elliðaánna. Að auki er fjallað um þétt­ingu byggðar en stofn­un­in tel­ur mik­il­vægt að hún sé fram­kvæmd án þess að gengið sé á græn svæði borg­ar­inn­ar. Þannig tel­ur stofn­un­in að með nýrri deili­skipu­lagstil­lögu sé gengið á þetta græna svæði. Niðurgraf­inn hluti bygg­ing­ar­inn­ar muni skapa mikið rask og munu upp­lýst­ar bygg­ing­ar rýra það út­sýni sem íbú­ar í ná­grenn­inu hafa nú þegar.

„Við ætl­um að hlúa að græn­um svæðum“

Allt þetta ferli skýt­ur skökku við enda stend­ur orðrétt í svo­kölluðum „meiri­hluta­sátt­mála“ Sam­fylk­ing­ar, Vinstri-grænna, Viðreisn­ar og Pírata í borg­ar­stjórn: „Við ætl­um að hlúa að græn­um svæðum.“ Orð þessi eru í besta falli kald­hæðnis­leg enda er þessi fram­kvæmd í al­gjörri mót­sögn við sátt­mála nú­ver­andi meiri­hluta­flokka þar sem fyr­ir­hugaðar stór­fram­kvæmd­ir eru ekki gerðar í sátt og sam­lyndi við nátt­úru og menn.

Í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur kem­ur fram að upp­bygg­ing á reitn­um, Þ73, þurfi að henta vel í ná­lægð við úti­vist­ar­svæði, tengj­ast úti­vist, sam­fé­lagsþjón­ustu eða íþrótt­a­starf­semi. Að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar kem­ur enn frem­ur fram að fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir upp­fylli ekki þess­ar kröf­ur enda fell­ur starf­sem­in sem á að hýsa í gler­hýs­inu ekki und­ir sam­fé­lagsþjón­ustu, úti­vist eða íþrótt­a­starf­semi. Um er að ræða mjög sér­hæfða at­vinnu­starf­semi. Með samþykktu deili­skipu­lagi af þessu tagi er gengið á eitt dýr­mæt­asta úti­vist­ar­svæði Reykja­vík­ur til að koma þar á fót um­deildu til­rauna­verk­efni. Er það í takt við of­urá­hersl­una á þétt­ingu byggðar, sem gerð hef­ur verið á kostnað grænna svæða í borg­inni.

Hrein ósann­indi

Þrátt fyr­ir þau und­ar­legu vinnu­brögð meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar að sniðganga þess­ar at­huga­semd­ir ætla þau að halda mál­inu til streitu. Borg­ar­stjóri hef­ur talað um að búið sé að friðlýsa Elliðaár­dal­inn en það eru hrein ósann­indi. Enn frem­ur hafa full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna ým­ist sagt fyr­ir­hugað svæði vera utan dals­ins eða á jaðri hans. Hins veg­ar er lagt til að mörk dals­ins séu skil­greind í skýrslu frá ár­inu 2016 um sjálf­bær­an Elliðaár­dal, en þar kem­ur fram að mörk­in liggja við ak­braut Stekkj­ar­bakka.

Því er ljóst að meiri­hluti borg­ar­inn­ar ætl­ar að keyra málið í gegn án umræðu í borg­ar­stjórn en málið fór fyr­ir borg­ar­ráð um leið og hinir hefðbundnu borg­ar­stjórn­ar­fund­ir fóru í „sum­ar­frí“. Svo­kölluð lýðræðis­vinnu­brögð og gegn­sæi sem vinstri­stjórn­in tal­ar fyr­ir á tylli­dög­um eru aðeins í orði en ekki á borði. Í því ljósi er áhuga­vert að fletta upp í „meiri­hluta­sátt­mála“ flokk­anna en þar stend­ur: „Við vilj­um auka enn frek­ar gagn­sæi í stjórn­sýsl­unni sem nær til allra ferla við ákv­arðana­tök­ur.“

Ljóst er að þær efa­semdaradd­ir sem heyrst hafa vegna stór­fram­kvæmda í daln­um eiga við rök að styðjast þegar litið er til fjöl­margra þátta, m.a. um­sagn­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar. Góður brag­ur væri á því ef meiri­hlut­inn í borg­inni tæki ákvörðun um að hætta við þess­ar fram­kvæmd­ir, um­hverf­inu og svæðinu til góða.

Yf­ir­gang­ur og sam­ráðsleysi

Af­greiðsla og málsmeðferð þess­ar­ar fyr­ir­huguðu fram­kvæmd­ar í Elliðaár­daln­um er eitt skýr­asta dæmið um virðing­ar­leysið sem meiri­hlut­inn hef­ur sýnt gagn­vart íbú­um borg­ar­inn­ar á liðnum árum. Rísi í daln­um risa­vax­in gróður­hvelf­ing í óþökk íbú­anna í kring verður hvelf­ing­in enn ein birt­ing­ar­mynd þess yf­ir­gangs og sam­ráðsleys­is sem viðgeng­ist hef­ur í stjórn­artíð vinstri­flokk­anna í Reykja­vík.

Ein­ung­is þarf að líta til síðustu 12 mánaða til að sjá dæmi um vinnu­brögð sem þessi. Má þar nefna til­raun­ir til sam­ein­ing­ar leik­skóla í Breiðholti og lok­un­ar skóla í Grafar­vogi, sam­ráðsleysi við versl­un­ar­eig­end­ur, Reyk­vík­inga og hags­munaaðila við lok­un Lauga­veg­ar og afar um­deilt en ný­samþykkt skipu­lag við Furu­gerði. Enn frem­ur rím­ar þetta við viðbrögðin og ósann­ind­in sem komu frá full­trú­um meiri­hlut­ans í til­svör­um vegna bragga­máls­ins auk mis­heppnaðra sparnaðaraðgerða með van­rækslu á viðhaldi grunn­skóla borg­ar­inn­ar, svo fátt eitt sé nefnt.

Mál­efni Elliðaár­dals­ins eiga ekki að snú­ast um póli­tík. Það ætti að vera sjálfsagt að standa vörð um þau grænu svæði Reykja­vík­ur sem eft­ir eru, en fram­kvæmd­ir af þessu tagi munu hafa óaft­ur­kræf áhrif á dal­inn og rýra gildi hans sem úti­vist­ar­svæðis til framtíðar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu hinn 18.7.2019