Mikilvægur árangur
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Friður á vinnu­markaði án efa einn mik­il­væg­asti ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar þegar litið er yfir ný­af­staðinn þing­vet­ur. Marg­ir töldu að hörð átök og verk­föll yrði stærsta áskor­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hún var að vissu leyti, en niðurstaðan var sú að gerðir voru samn­ing­ar á traust­um grunni, með lækk­un tekju­skatts og mik­il­væg­ari hag­vaxt­arteng­ingu sem samþætt­ar hags­muni at­vinnu­rek­enda og starfs­manna enn frek­ar. Það var líka ánægju­legt að sjá hve sterk­ur sam­hljóm­ur var um mik­il­vægi skatta­lækk­ana við gerð samn­ing­anna og það skilaði sér í skýr­um áform­um um lægri tekju­skatt. Þá var með samn­ing­un­um lagður grunn­ur að vaxta­lækk­un­um sem við sjá­um strax merki um. Þessu hef­ur einnig verið fylgt eft­ir með fram­leng­ingu á skatt­frjálsa sér­eign­ar­sparnaðarúr­ræðinu.

Allt er þetta í góðu sam­ræmi við stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, skatta­lækk­an­ir og það að stuðla að fjár­hags­legu sjálf­stæði ein­stak­linga með sér­eign­ar­stefn­unni.

Fyrr­nefnd­ar skatta­lækk­an­ir koma til viðbót­ar við þær skatta­lækk­an­ir sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur áður staðið að með lækk­un lægsta þreps tekju­skatts og því að af­nema áður miðþrepið. Þá hef­ur auðlegðarskatt­ur verið af­num­inn, trygg­ing­ar­gjald lækkað og toll­ar og vöru­gjöld af­num­in. Við ger­um okk­ur þó fulla grein fyr­ir því að verk­efn­inu um skatta­lækk­an­ir er hvergi nærri lokið og verður lík­ast til aldrei. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt sitt af mörk­um með mál­um um lækk­un erfðafjárskatt, af­nám stimp­il­gjalda o.fl. og það bíður fram á næsta þing. Það er þó rétt að minna á að við höf­um náð ár­angri og ætl­um að lækka skatta enn frek­ar, s.s. banka­skatt, trygg­ing­ar­gjald, lækka tekju­skatt frek­ar og þannig mætti áfram telja.

Við stönd­um framar­lega á fjöl­mörg­um sviðum en við verðum að gera bet­ur þegar kem­ur að um­hverfi fyr­ir­tækja. Ég fjallaði um mik­il­vægi ein­fald­ara reglu­verks hér á sama vett­vangi fyr­ir skömmu og það er ánægju­legt að ráðherr­arn­ir tveir í at­vinnu­vegaráðuneyt­inu hafa sett slíka vinnu af stað. Ísland á að geta hreykt sér af því að vera meðal fremstu þjóða í um­hverfi fyr­ir­tækja sem mun stuðla að fleiri störf­um, lægri verðum og aukn­um tekj­um. Þannig mun stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins ýta und­ir fram­far­ir, ný­sköp­un, tækniþróun og vexti at­vinnu­lífs­ins í víðu sam­hengi. Það mætti segja að það að halda aft­ur af vexti og af­skipt­um hins op­in­bera sé álíka mik­il­vægt og að lækka skatta.

Það er ábyrgð að sitja í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þar þarf oft að mæt­ast á miðri leið og gera mála­miðlarn­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mun samt ekki gefa eft­ir mik­il­vægu stefnu sína um öfl­ugt at­vinnu­líf, frjáls­ara sam­fé­lag og fram­taksmátt ein­stak­ling­anna. Það eru þess­ir þætt­ir sem munu auka lífs­gæði hér á landi, ekki vöxt­ur hins op­in­bera.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. júní 2019.