Borgarar borga
'}}

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Stjórn­mála­menn eiga að fara vel með það fé sem tekið er í skatt af launa­fólki og hús­eig­end­um. Í Reykja­vík hef­ur verið lögð sér­stök áhersla á að hækka þessa skatta og sker borg­in sig úr öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Má segja að borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn hafi náð ein­stök­um ár­angri í gjald­töku á flest­um sviðum. Tekj­ur er því ekki vanda­málið. Kostnaður við rekst­ur borg­ar­inn­ar ætti að vera hag­kvæm­ari en hjá minni sveit­ar­fé­lög­um. Reynd­in er önn­ur. Borg­in er með miklu meiri kostnað á íbúa sam­kvæmt sam­an­b­urðartöl­um hjá Sam­bandi sveit­ar­fé­laga. Borg­in hef­ur greitt millj­arða í inn­kaup án útboða, en miðað við út­tekt innri end­ur­skoðunar borg­ar­inn­ar mætti spara allt að 22% í stór­um mála­flokk­um með útboðum. Vöxt­ur stjórn­kerf­is­ins hef­ur farið fram úr öll­um viðmiðunum og nýtt skipu­rit sem tók gildi í byrj­un þessa mánaðar skil­ar eng­um sparnaði. Borg­in hef­ur greitt fyr­ir bygg­ing­ar­rétt sem ekki er nýtt­ur. Borg­in hef­ur greitt fyr­ir aðstöðu einkaaðila í sam­keppn­is­rekstri, jafn­vel án fjár­heim­ilda.

Ótrú­leg­ast er þó að sjá þann sið að greiða starfs­loka­greiðslur, en það eru greiðslur um­fram það sem skylda er að greiða sam­kvæmt samn­ing­um. Árið 2011 voru átta millj­ón­ir greidd­ar um­fram skyldu, en 2018 var fjár­hæðin kom­in upp í rúm­ar 38 millj­ón­ir. Sam­tals greiddi borg­in yfir hundrað millj­ón­ir 2011-2018 um­fram samn­inga. Þá eru ótald­ar gríðar­há­ar fjár­hæðir í dótt­ur­fyr­ir­tækj­um borg­ar­inn­ar en þar hef­ur verið far­in sú leið ít­rekað að greiða starfs­loka­greiðslur um­fram samn­inga.

Allt er þetta á sömu bók­ina lært; borg­in borg­ar. Það virðist vera að vinstri meiri­hlut­inn fallni og viðreisti telji að þetta sé í góðu lagi. En borg­in býr ekki til pen­inga, held­ur tek­ur þá með skött­um og gjöld­um af fólk­inu í borg­inni. Borg­ur­un­um. Borg­ar­bú­ar borga meira í launa­skatt til borg­ar­inn­ar en til rík­is­ins. Meira en þeir sem búa í ná­grenni Reykja­vík­ur. Fast­eigna­skatt­ar á at­vinnu­hús­næði hækkuðu um 15% á þessu ári. Að óbreyttu mun fast­eigna­mat hækka skatta á hús­næði í Reykja­vík um 4,3% að jafnaði á næsta ári. Langt um­fram viðmið kjara­samn­inga.

Akra­nes­kaupstaður hef­ur ákveðið að bregðast við þessu og lækka álagn­ing­una. Frá Reykja­vík heyr­ist ekki neitt, enda stefn­an sú að lækka ekki. Hér þarf að breyta um kúrs. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í borg­ar­stjórn hef­ur ít­rekað lagt til að álög­ur minnki frá því sem nú er. Þær til­lög­ur hafa því miður verið felld­ar. Sá plagsiður að borg­in borgi á að víkja fyr­ir því að vel sé farið með skatt­fé borg­ar­anna.

Nú þegar hag­vaxt­ar­skeiðið er búið er enn mik­il­væg­ara en áður að stilla gjöld­um og skött­um í hóf. Borg­ar­bú­ar eiga það skilið.

Birtist Morgunblaðinu 24. júní 2019