Mikilvægi norðurslóða
'}}

Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður:

Fyrir bara nokkrum árum síðan voru mál­efni norð­ur­slóða fyrst og fremst mál­efni vís­inda­manna og sér­vitr­inga. Svo er ekki leng­ur. Mik­il­vægi norð­ur­slóða hefur farið mjög vax­andi sam­fara hlýnun loft­lags og bráðnun haf­íss. Mann­fjölda­þróun og alþjóða­væð­ing hefur og mun í auknum mæli valda sókn inn á svæð­ið, auknir mögu­leikar til flutn­ings­leiða og auð­linda­nýt­ingar verða til. Mál­efni norð­ur­skauts­ins hafa því fengið aukið vægi í alþjóða­stjórn­mál­um. Ísland er norð­ur­slóða­ríki og við eigum gríð­ar­lega ríkra hags­muna að gæta á norð­ur­slóð­um.

Gæta þarf að við­kvæmu vist­kerfi norð­ur­slóða og mik­il­vægt að þró­unin á svæð­inu sé frið­sæl og sjálf­bær. Norð­ur­slóða­mál eru í senn utan­rík­is­mál en líka umhverf­is­mál. Þjóð sem í ald­anna rás hefur átt allt sitt undir fisk­veiðum verður að leggja mikla áherslu á heil­brigði hafs­ins. Við höfum séð áhrif loft­lags­breyt­inga á fisk­gengd og mik­il­vægt er að rann­saka enn meira, þekkja og vita hvaða er í vændum ásamt því að leita leiða til að draga úr fyr­ir­sjá­an­legum breyt­ing­um.

Öll helstu ríki heims hafa markað sér stefnu í norð­ur­slóða­málum óháð því hvort ríkin séu norð­ur­slóða­ríki eða ekki, sem verður að telj­ast sér­stakt en sýnir mik­il­vægi svæð­is­ins. Þannig hafa Evr­ópu­sam­band­ið, Kína og Japan mótað sér slíka stefnu en eng­inn þess­ara aðila á sæti í Norð­ur­skauts­ráð­inu þó sum eigi þar áheyrn­ar­að­ild. Hags­munir stór­fram­leið­enda í Asíu sem vilja koma vörum sínum á markað í Evr­ópu eru miklir við opnun sigl­inga­leiða um norð­ur­skautið en þannig verður flutn­ings­leiðin allt að 40% styttri. Þannig kunna að skap­ast tæki­færi á Íslandi t.d. með umskip­un­ar­höfn eins og nú er verið að skoða í Finna­firði. En tæki­færin liggja ekki síður á sviði rann­sókna, vís­inda og nýsköp­un­ar.

Ísland ætti að mínu viti að verða mekka vís­inda­rann­sókna á mál­efnum norð­ur­slóða og heima­höfn fyrir nýsköpun á sviði umhverf­is- og norð­ur­slóða­mála. Utan­rík­is­stefna Íslands tekur á þessum þátt­um. Þar er ítrekað mik­il­vægi þess að auka þátt­töku íslenskra vís­inda- og fræði­manna í fjöl­breyttu rann­sókna­starfi á norð­ur­slóðum með sér­stakri rann­sókn­ar­á­ætlun í sam­starfi við háskóla og rann­sókna­stofn­an­ir.

Sjálf­bærni í fyr­ir­rúmi í for­mennsku­tíð Íslands

Norð­ur­skauts­ráðið er sam­starfs­vett­vangur rík­is­stjórna þeirra landa sem liggja á eða að norð­ur­slóð­um. Þetta eru auk Íslands, Banda­rík­in, Kana­da, Rúss­land, Dan­mörk, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land. Guð­laugur Þór utan­rík­is­ráð­herra tók í síð­ustu viku við for­mennsku í ráð­inu til árs­ins 2021. Í því fellst bæði ábyrgð en jafn­framt tæki­færi fyrir Ísland. For­mennsku­á­ætlun Íslands ber heitið „Saman til sjálf­bærni á norð­ur­slóð­u­m“. Þar er lögð meg­in­á­hersla á þrjú mál­efna­svið: mál­efni hafs­ins, lofts­lags­mál og grænar orku­lausnir, og fólkið og sam­fé­lög á norð­ur­slóð­um.

Af ein­stökum verk­efnum má nefna að Ísland hyggst beina sjónum sér­stak­lega að bláa líf­hag­kerf­inu þar sem skoðað er hvernig nýta megi líf­tækni og nýsköpun til að stór­auka verð­mæti sjáv­ar­af­urða og draga úr líf­rænum úrgangi frá vinnslu sjáv­ar­fangs. Einnig verður lögð sér­stök áhersla á bar­áttu gegn plast­mengun í höf­unum auk þess sem áfram verður unnið að bættu öryggi sjó­far­enda í sam­starfi við Strand­gæslu­ráð norð­ur­slóða sem Land­helg­is­gæslan leiðir næstu tvö árin.

Ísland hyggst enn­fremur halda áfram með verk­efni sem miðar að því að leita grænna orku­lausna fyrir ein­angruð norð­ur­slóða­sam­fé­lög, auk þess að beita sér fyrir verð­ugum sessi jafn­rétt­is­mála á vett­vangi Norð­ur­skauts­ráðs­ins og kynna íslenska aðferða­fræði í for­vörnum við áfeng­is- og vímu­efna­neyslu ung­menna. Ísland mun einnig beita sér fyrir auknu sam­starfi Norð­ur­skauts­ráðs­ins við Efna­hags­ráð norð­ur­slóða, en það mun einnig lúta íslenskri for­mennsku næstu tvö árin.

Þunga­miðjan í starfi Norð­ur­skauts­ráðs­ins er í gegnum sex vinnu­hópa og hefur fram­lag þeirra til auk­innar þekk­ingar á umhverfi, líf­ríki og sam­fé­lögum á norð­ur­slóðum verið mik­il­vægt. Fyrir okkur er einnig mik­il­vægt að skrif­stofur tveggja þess­ara vinnu­hópa, ann­ars­vegar um verndun líf­ríkis og hins vegar um mál­efni hafs­ins, eru stað­settar hér á landi nánar til­tekið á Akur­eyri. Hægt er að tala um Akur­eyri sem höf­uð­borg okkar í Norð­ur­slóða­mál­um, en Háskól­inn á Akur­eyri hefur byggt upp nám og rann­sóknir á þessu mál­efna­sviði.

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum 13. maí 2019.