Leggja til kolefnisjöfnun sveitarfélaganna
'}}

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi:

Borgar­full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík leggja í dag fram til­lögur á fundi borgar­ráðs þar sem þau leggja til að um­hverfis- og skipu­lags­sviði verði falið að taka saman upp­lýsingar um kol­efnislosun af starf­semi borgarinnar og í kjöl­farið á því verði sviðinu falið að út­búa til­lögur til að­gerða til kol­efnis­jöfnunar, til dæmis með gróður­setningu trjáa og endur­heimt vot­lendis.

„Við þurfum að ná þessum mark­miðum árið 2040 og það er gott ef að borgin byrjar á sjálfri sér og sýnir þannig gott for­dæmi,“ segir Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Hún segir að sam­hliða því að borgin setji sér mark­mið um að vega á móti losun með því að gróður­setja trjám og endur­heimta vot­lendi þá þurfi borgin að marka sér stefnu varðandi forvirkar aðgerðir og nefnir sem dæmi flugferðir.

„Það er hægt að nýta fram­úr­skarandi fjar­skipta­búnað til að taka þátt í fundum. Ég er mjög hlynnt al­þjóða­sam­starfi og skil að mann­leg sam­skipti og per­sónu­legir fundir skipta máli en ég held líka að það sé gott að rýna í það hvernig við for­gangs­röðum í þessu,“ segir Hildur.

Í greinar­gerð til­lögunnar segir að bar­áttan við lofts­lags­breytingar af manna­völdum sé eitt stærsta við­fangs­efni sam­tímans og bent á að í að­gerða­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar í loft­lags­málum sé unnið eftir mark­miðum Parísar­samningsins og stefnt að kol­efnis­hlut­leysi á Ís­landi árið 2040. Þar skipti höfuð­máli orku­skipti í sam­göngum og átak í kol­efnis­bindingu. Um­hverfis­stofnun Sam­einuðu þjóðanna telur að stór hluti þeirra að­gerða, eða allt að 70 til 90 prósent, sem verði að grípa til séu á sveitar­stjórnar­stiginu.

Hildur taldi að til­lagan myndi næst fara til nefndar í um­ræðu en fannst lík­legt að hún yrði sam­þykkt.

„Ég er bjart­sýn og mér finnst lofts­lags­málin vera al­ger­lega þver­pólitísk. Þannig upp­lifi ég það,“ segir Hildur að lokum.

Til­lögurnar verða einnig lagðar fram í bæjar­ráði Garða­bæjar og hafa þegar verið inn­leiddar í öðrum sveitar­fé­lögum á höfuð­borgar­svæðinu.

Fréttin birtist á frettabladis.is 16. maí 2019.