Ekkert hlustað – ekkert samráð
'}}

Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi:

Íbúar Grafar­vogs hafa fengið frétt­ir úr ráðhús­inu. Þegar frétt­ir ber­ast neðan úr ráðhúsi bera þær venju­lega ekki með sér fagnaðar­er­indið til íbúa. Meiri­hlut­inn sýn­ir Grafar­vogi ein­göngu áhuga þegar skera á niður og núna á að skera þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög­um ber lög­bund­in skylda til þess að veita. Það á að loka ein­um skóla og hringla með þrjá aðra þannig að yfir helm­ing­ur barna í norðan­verðum Grafar­vogi get­ur ekki gengið í sinn hverf­is­skóla. Raun­ar geta þau ekki held­ur bók­staf­lega gengið í skóla því það mun taka þau um hálfa klukku­stund að kom­ast í sinn skóla. Á þeirri göngu munu þau fara fram hjá hverf­is­skól­an­um sín­um og yfir um­ferðarþung­ar göt­ur. Allt í nafni betri þjón­ustu við for­eldra og börn í hverf­un­um.

Ef ekki væri verið að bruðla með skatt­fé okk­ar í gælu­verk­efni væri þessi staða ekki uppi. Reykja­vík­ur­borg, sem á að vera leiðandi í því að veita góða þjón­ustu, er með þessu að marka ákveðin spor sem ekk­ert annað sveit­ar­fé­lag hef­ur stigið. Að loka hverf­is­skóla í full­um rekstri. En við skul­um samt öll muna að það er gert af því Reykja­vík­ur­borg er að veita með þessu miklu betri þjón­ustu. Því­lík firra, að reyna að mat­reiða þetta ofan í íbúa, for­eldra og börn með þess­um hætti.

Íbúar við Keldu­skóla – Korpu héldu fjöl­menn­an fund. Tölu­verður fjöldi borg­ar­full­trúa var mætt­ur og þar gátu íbú­ar sagt sína skoðun. Það var mik­ill hita­fund­ur og öll­um borg­ar­full­trú­um sem þarna voru ætti að vera það ljóst að for­eldr­ar vilja þetta alls ekki.

Íbúar af­hentu á þess­um fundi tvö þúsund und­ir­skrift­ir þar sem for­eldr­ar og íbú­ar mót­mæltu þess­um aðgerðum og óskuðu eft­ir því að ekki yrði farið í þess­ar breyt­ing­ar. Full­trú­ar meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn skýrðu þá frá því að stór sam­ráðshóp­ur hefði verið skipaður og hefði hann hafið sína vinnu. Í hon­um eru full­trú­ar allra aðila, líka for­eldra. Það sem meiri­hlut­inn ger­ir sér samt ekki grein fyr­ir er að í þess­um hópi eru tveir for­eldr­ar úr þess­um fjór­um skól­um og ann­ar er jafn­framt starfsmaður í ein­um af skól­un­um. Starfsmaður sem á allt sitt und­ir borg­inni. Þannig er sam­ráðið við íbúa og for­eldra í norðan­verðum Grafar­vogi og eng­inn trú­ir því að ein­hver önn­ur niðurstaða komi úr hópn­um en sú sem borg­in hef­ur þegar ákveðið. Því þannig vann síðasti meiri­hluti og eng­inn trú­ir því að eitt­hvað hafi breyst í vinnu­brögðum borg­ar­inn­ar. Von­andi hef ég rangt fyr­ir mér, von­andi verður hlustað, von­andi er sam­ráðið af heil­ind­um.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. apríl 2019.