Laun þjóðkjörinna fulltrúa hækki ekki 1. júlí
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur með samþykki ríkisstjórnarinnar sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis minnisblað með tveimur breytingatillögum við frumvarpi til laga um brotfalls laga um kjararáð.

Sú fyrri snýr að því að gerð verði breyting til bráðabirgða þannig að launahækkun 1. júlí 2019 komi ekki til framkvæmda gagnvart þjóðkjörnum fulltrúum. Hin lýtur að því að ráðherra verði veitt heimild í eitt skipti til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa 1. janúar 2020 til samræmis við áætlaða braytingu á launum þann 1. júlí.

Sjá nánar frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins hér.