Órofa samstaða í sjötíu ár
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra:

Fyr­ir rétt­um sjö­tíu árum komu full­trú­ar tólf þjóða sam­an og horfðu til óvissr­ar framtíðar. Evr­ópa var að rísa úr ösku­stó ára­langra stríðshörm­unga með gríðarlegu mann­falli og hrylli­leg­um óhæfu­verk­um. Forn­ir fjend­ur höfðu snúið bök­um sam­an til að sigr­ast á ger­ræði nas­ism­ans og vinaþjóðir í Norður-Am­er­íku bar­ist við hlið Evr­ópu­búa til að tryggja lýðræðis­lega framtíð. Nú hafði álf­unni hins veg­ar verið skipt upp á milli aust­urs og vest­urs, járntjald hafði verið dregið upp frá Eystra­salti í norðri að Adría­hafi í suðri, kalt stríð stór­veld­anna var skollið á.

Þjóðirn­ar tólf sem komu sam­an í Washingt­on 4. apríl 1949 til að stofna með sér Atlants­hafs­banda­lagið voru staðfast­ar og stór­huga. Eins og forn­ir kapp­ar sór­ust þessi sjálf­stæðu lýðræðis­ríki í fóst­bræðralag og hétu því að árás á eitt þeirra jafn­gilti árás á þau öll.

Það var stórt og áræðið skref fyr­ir hið unga lýðveldi Ísland að vera eitt þess­ara tólf ríkja. Ísland var eina herlausa ríkið og Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, áréttaði í und­ir­rit­un­ar­ávarpi sínu að svo yrði áfram. Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar var ekki óum­deild. Tek­ist var harka­lega á bæði inn­an og utan þing­húss­ins þessa síðvetr­ar­daga árið 1949. Deil­urn­ar um aðild­ina að Atlants­hafs­banda­lag­inu urðu svo að bit­beini í ís­lensk­um stjórn­mál­um næstu ára­tugi. Íslensk­ir ráðamenn þess tíma vildu leggja fortíðina að baki, ný­lendu­tíma, kon­ung­legt yf­ir­vald, ömurð, fá­tækt og her­nám – nýtt lýðveldi horfði hnar­reist fram á veg­inn, þjóð meðal þjóða.

Að fortíð skal hyggja ef framtíð á að byggja. Hver er staðan í dag? Hvar stend­ur Ísland í heims­mynd ör­ygg­is- og varn­ar­mála? Banda­lagið sem við gerðumst á sín­um tíma stofn­end­ur að hef­ur bæði vaxið að styrk og um­fangi. Ríki Aust­ur-Evr­ópu sem mynduðu Var­sjár­banda­lagið, meðal ann­ars til höfuðs Atlants­hafs­banda­lag­inu, leystu það upp fyr­ir um þrem­ur ára­tug­um og hafa síðan gengið unn­vörp­um til liðs við Atlants­hafs­banda­lagið og vest­ræna sam­vinnu. Þannig hef­ur banda­lags­ríkj­un­um fjölgað í 29, brátt þrjá­tíu, þegar Norður-Makedón­ía verður tek­in í hóp­inn.

Atlants­hafs­banda­lagið hef­ur fyrst og fremst það að mark­miði að tryggja varn­ir banda­lags­ríkj­anna, hvers og eins og sam­eig­in­lega. Auk þess gegn­ir það enn veiga­miklu hlut­verki við að tryggja frið á Balk­anskaga og stuðlar að upp­bygg­ingu, stöðug­leika og borg­ara­legri yf­ir­stjórn ör­ygg­is­mála í stríðshrjáðum sam­starfs­ríkj­um. Atlants­hafs­banda­lagið vinn­ur með Sam­einuðu þjóðunum og í umboði þeirra. Ekki má gleyma að okk­ar nor­rænu vinaþjóðir utan banda­lags­ins, Svíþjóð og Finn­land, starfa eins náið með banda­lag­inu og mögu­legt er án fullr­ar aðild­ar. Það kom glögg­lega ljós á Tri­dent Junct­ure 2018, vel heppnaðri varn­aræf­ingu sem fór meðal ann­ars fram hér á landi í fyrra­haust.

Ísland legg­ur sitt af mörk­um í starfi inn­an banda­lags­ins og í verk­efn­um þess til að tryggja lang­tímafrið og lýðræði, ekki síst með jafn­rétti og mann­rétt­indi að leiðarljósi. Þessi gildi verða alltaf grund­völl­ur okk­ar fram­lags og þátt­töku, sem fer ávallt fram á borg­ara­leg­um for­send­um eins og áréttað er í þjóðarör­ygg­is­stefnu fyr­ir Ísland.

Erfitt er að segja fyr­ir um hvað framtíðin ber í skauti sér. Við horf­um til gríðarlegra tækninýj­unga, framþró­un­ar og stökk­breyt­inga í ör­ygg­is­mál­um, vörn­um, aðgengi að upp­lýs­ing­um, tækni og búnaði. Við höf­um all­an heim­inn inn­an seil­ing­ar, en á sama tíma virða ógn­ir og áskor­an­ir eng­in landa­mæri, flæða á milli heims­hluta í net­heim­um eða upp­lýs­inga­sam­fé­lagi þar sem hefðbund­inn viðbúnaður eða varn­ir eru aðeins brot af stærri mynd þjóðarör­ygg­is. Eitt er þó víst, að hér eft­ir sem hingað til felst bæði ör­yggi og stöðug­leiki í aðild Íslands að Atlants­hafs­banda­lag­inu sem hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki í að tryggja frið í okk­ar heims­hluta allt frá stofn­un. Skrefið sem rík­is­stjórn okk­ar unga lýðveld­is tók fyr­ir sjö­tíu árum reynd­ist því mikið heilla­skref.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. apríl 2019.