Troðfullt var út úr dyrum í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í dag á opnum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Á annað hundrað manns mættu til fundarins og voru umræður líflegar og góðar eins og á öðrum fundum þingflokksins.
Umræðuefni voru m.a. samgöngumál, sjávarútvegsmál, embætti sýslumanns, atvinnumál, fækkun opinberra starfa, kjarasamningar, heilbrigðisþjónusta o.m.fl.
Vestmannaeyjar eru síðasti viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst í kjördæmaviku Alþingis 10. febrúar sl. Síðan þá hefur þingflokkurinn haft viðkomu á sjötta tug staða um allt land.
Í heildina hafa á þriðja þúsund fundargestir hafa sótt fundi þingflokksins í hringferðinni og hafa þeir nær allir verið virkir þátttakendur þar sem umræðuefnið hefur alltaf verið það sem hvern og einn skiptir máli.
Það var sannkallað vor í lofti í Eyjum í dag, heiðskýrt og hlýtt. Fyrir fundinn heimsótti þingflokkurinn Þekkingarsetur Vestamannaeyja og kynnsti sér starfsemina þar, en fjölmörg fyrirtæki og stofnanir eru undir sama þaki í gamla fiskiðjuhúsinu í Eyjum sem nú hefur fengið nýtt verðugt hlutverk.