Þingflokksfundur í Teigsskógi
'}}

Þingflokksfundur sem haldinn var í Teigsskógi við Þorskafjörð í gærkvöldi (31. mars) samþykkti að Haraldur Benediktsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis legði fram frumvarp til laga um lagningu láglendisvegar í gegnum Teigsskóg.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tók síðustu helgi í að ferðast um norðanverða og sunnanverða Vestfirði og hélt fundi og heimsótti Súðavík, Bolungarvík, Ísafjörð, Flateyri, Suðureyri, Dýrafjarðargöng,  Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð.

Á öllum fundunum var mikill samhljómur um veglagningu í gegnum Teigsskóg í Þorskafirði. Þingflokksfundurinn var síðasti fundurinn sem þingflokkurinn hélt á ferð sinni um Vestfirði.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í Teigsskógi við Þorskafjörð 31. mars 2019.