Þingflokki Sjálfstæðisflokksins mætti fullur salur af Bolvíkingum á opnum fundi í Bolungvarvík í gærkvöldi. Bolungarvík var 44. viðkomustaður þingflokksins á hringferð flokksins um land allt en ferðin hófst í kjördæmaviku þann 10. febrúar sl.
Fjölmörg málefni brunnu á fundarmönnum í Bolungarvík eins og á öllum öðrum fundum, en meðal þess sem helst var rætt voru, laxeldi, rækjuveiðar, ljósleiðaramál, samgöngumál á Vestfjörðum, sjávarútvegsmál, nýsköpunarmál, raforkumál o.fl.
Fundurinn á Bolungvarvík er fyrsti opni fundurinn á Vestfjörðum í ferðinni, en þingflokkurinn mun alls halda fimm opna fundi á Vestfjörðum nú um helgina auk þess sem farið verður í heimsóknir á vinnustaði. Þingflokkurinn fundaði með forsvarsmönnum Súðavíkurhrepps á leiðinni vestur í gær og fræddist um þau mál sem þar brenna á, framtíðar atvinnuuppbyggingu á svæðinu og stöðu sveitarfélagsins.
Alls mun þingflokkurinn sækja heim rúmlega 50 staði á landinu, ýmist á opnum fundum eða með vinnustaðaheimsóknum.
Nánari dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.