Þingflokkurinn fundaði í Súðavík

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins átti í dag fund með forsvarsmönnum Súðavíkurhrepps í grunnskólanum í Súðavík. Þar fræddu þau Pétur G. Markan sveitarstjóri og Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi í Súðavík þingflokkinn um þau málefni sem brenna á sveitarfélaginu. Framtíðar áform um fiskeldi og kalkþörungavinnslu á svæðinu og um stöðu sveitarfélagsins almennt.

Súðavík er 43. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið og fyrsti viðkomustaður á Vestfjörðum en þingflokkurinn mun ferðast um Vestfirði helgina 29. – 31. mars. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 staði á landinu öllu í hringferðinni sem hófst í kjördæmaviku Alþingis sunnudaginn 10. febrúar sl. og lýkur í Vestmannaeyjum föstudaginn 5. apríl nk.