Bjarni Benediktsson formaður í 10 ár
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra hefur í dag verið formaður Sjálfstæðisflokksins í tíu ár.

Bjarni var kjörinn formaður flokksins á landsfundi í Laugardalshöll sunnudaginn 29. mars 2009 og tók við formennsku af Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra. Hann hefur verið endurkjörinn formaður flokksins fimm sinnum á landsfundi árin 2010, 2011, 2013, 2015 og 2018.

Bjarni var fyrst kjörinn til setu á Alþingi vorið 2003. Hann var leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi frá 2009 til 2013 þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu ríkisstjórn og Bjarni settist í stól fjármála- og efnahagsráðherra vorið 2013.

Í ársbyrjun 2017 tók Bjarni við embætti forsætisráðherra þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Bjarti Framtíð og Viðreisn.

Í lok árs 2017 tók Bjarni aftur við fjármála- og efnahagsráðuneytinu þegar Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með Vinstri-grænum og Framsóknarflokknum. Bjarni hefur því setið samfellt í ríkisstjórn í tæp 6 ár.

Close menu