Hressandi morgunfundur í Samskipahöllinni
'}}

Á annað hundrað manna fóru glaðir og kátir út í daginn eftir frábæran fund með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í morgun. Það er vel óhætt að segja að Kópavogsbúar hafi ekki látið á sér standa þennan laugardaginn fremur en aðra laugardaga en löng hefð er fyrir fjölmennum laugardagsfundum hjá flokknum í bænum.

Fundurinn fór fram í Samskipahöllinni í Kópavogi, reiðhöll Hestamannafélagsins Spretts og var nánast húsfyllir í salnum.

Kópavogur er 39. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst laugardaginn 10. febrúar sl. Umræður voru fjölbreyttar og skemmtilegar þar sem þingmenn dreifðu sér á milli borða og náðu því að eiga spjall við mjög marga fundarmenn og að sama skapi náði hver fundarmaður að eiga samtal við nokkra þingmenn og gat komið sínum hugðarefnum að um það sem skiptir hvern og einn máli.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Næsti fundur þingflokksins verður í Mosfellsbæ á morgun sunnudaginn 17.  mars nk. Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.