Grundarfjörður var 36. viðkomustaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á hringferð hans um landið laugardaginn 9. mars 2019.
Fundurinn sem fór fram í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði var góður og málefnalegur. Fjölmörg mál voru rædd í spjalli við þingmenn, sjávarútvegsmál, veiðigjöld, heilbrigðisþjónusta, tækifæri ungs fólks á landsbyggðinni, ljósleiðaramál, skattamál, vinnumarkaðsmál, húsnæðismál o.m.fl.
Veðrið lék við Snæfellinga þennan dag en þingflokkurinn fundaði einnig í Ólafsvík og Stykkishólmi og var sól og blíða allan daginn. Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.
Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.