Húsfyllir hjá þingflokknum í Reykjanesbæ
'}}

Húsfyllir var hjá þingflokki Sjálfstæðisflokkins á opnum fundi í Duus-húsi í Reykjanesbæ í morgun, en Reykjanesbær var 32. viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið.

Fjölmargt var rætt á fundinum, atvinnumál, samgöngumál, heilbrigðismál, málefni ferðaþjónustunnar, þ.m.t. uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli o.m.fl. var rætt.

Fyrr um morguninn heimsótti þingflokkurinn Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fékk kynningu frá ISAVIA á starfseminni.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.