Líflegar umræður í Hveragerði
'}}

Drekkhlaðið morgunverðarhlaðborð beið þingflokks Sjálfstæðisflokksins og fundargesta í Hveragerði á laugardagsmorgun þegar fundur hófst með Hvergerðingum í hringferð þingflokksins um landið. Hveragerði var 29. viðkomustaður þingflokksins í ferðinni.

Hvergerðingar fjölmenntu til fundarins og voru umræður líflegar. Ýmis mál voru rædd, m.a. samgöngumál, landbúnaðarmál, menntamál, skattamál, kjaramál o.fl.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.